today-is-a-good-day

Skólaverkefni sem endaði sem stuttmynd

Benjamín, 6 ára, fékk verkefni í skólanum þar sem hann átti að skrifa sögu. Hann átti í vandræðum með að byrja og vantaði hvatningu. Þá lofaði pabbi hans honum að ef hann myndi klára verkefni þá myndu þeir gera kvikmynd byggða á sögunni.

Fjölskyldan endaði á að gera saman sína eigin útgáfu af Batman-Lego myndinni, þar sem Lego-Benni Batman (Benjamín sjálfur) var í aðalhlutverki.

Daða Guðjónsson, faðir Benjamín, klippti myndina, Árelía Daðadóttir, dóttir Daða, samdi alla tónlistina og Benjamín Árni Daðason fór með aðalhlutverkið, Benni Batman. Sindri Sindrason ræddi við fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Instagram