Slasaður á hendi eftir að hafa fundið sprengju í Heiðmörk

Maður var fluttur í sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi, mikið slasaður á hendi, eftir að hafa fundið sprengju við göngustíg í Heiðmörk. Tilkynnt var um slysið rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöldi.

Lögreglan lenti í erfiðleikum með samskipti við manninn vegna tungumálaörðuleika en samkvæmt vitni mun maðurinn hafa átt við sprengjuna, þá hafi komið mikill hvellur og hann slasast mikið á hendi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Instagram