Slúður­sögum dreift um Söru:„Þetta sveið svo ó­gur­lega“

Auglýsing

Fyrir­liði ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, Sara Björk Gunnars­dóttir, er búsett í ­borginni Wolfs­burg í Þýskalandi þar sem hún spilar með einu besta kvenna­liði Evrópu.

Sara gerir upp ferilinn og uppvöxt sinn í nýrri bók, Ó­stöðvandi. Sögu hennar skráði Magnús Örn Helga­son knatt­spyrnu­þjálfari og bókin er gefin út af Bene­dikt bóka­út­gáfu.

„Ég var búin að hugsa lengi um það hvort ég ætti að ræða um reynslu mína. Ef til vill finnst ein­hverjum skrýtið að svo ung manneskja vilji segja sögu sína. En þrátt fyrir ungan aldur hef ég upp­lifað og gengið í gegnum mikið á ferlinum, sumt skrifaði ég niður og hugsaði þá með mér að kannski gæti ég hjálpað ein­hverjum með frá­sögn minni,“ segir Sara. „Mögu­lega ein­hverri sem langar til þess að verða at­vinnu­kona í fót­bolta.

Þetta var miklu erfiðara en ég bjóst við. Ég var stundum and­lega búin á því og áttaði mig ekki á því hversu djúpt ég þurfti að kafa í til­finningar mínar og sjálfa mig. Þegar eitt­hvað slæmt gerist þá hef ég til­hneigingu til að setja til­finningar mínar til hliðar. Ég hugsaði stundum um hvort ég ætti ekki bara að hætta við. Stundum var þetta svo mikið af til­finningum sem komu upp á meðan ég var að tala við Magnús að ég grét á eftir. Ég vissi samt að til þess að koma þeim boð­skap sem ég vildi á fram­færi þyrfti ég að vera hundrað prósent heiðar­leg.

Auglýsing

Það eru kannski aðrir sem munu standa í sömu sporum og ég, ég trúi því að með því að vera opin og segja ná­kvæm­lega frá geti það auð­veldað öðrum að sjá hlutina skýrt og bregðast við þeim.“

Hún þurfti ekki einungis að takast á við harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga, sem dreifðu um hana sögum. Þegar hún var sau­tján ára gömul var grófum slúður­sögum dreift um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfs­son lands­liðs­þjálfara.

„Sögu­sagnirnar voru á þá leið að við stæðum í fram­hjá­haldi. Þetta var mikið á­fall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sér­lega rætin kjafta­saga og at­laga að mann­orði okkar. Slúður­sögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í lands­liðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð ó­örugg og kvíðin. For­eldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún.

„Ég á­kvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merki­legt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auð­veld­lega getað eyði­lagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnis­skapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“

Þegar Sara er spurð um framtíð kvennaknatt­spyrnu á Ís­landi segir hún að það þurfi að taka stærri skref. En fyrir þær stelpur sem vilja ná langt þá mæli ég með því að fara út að spila til að ná í reynslu. Hún er dýr­mæt og þroskandi. „En erfitt er það, þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, að fara og vera í ára­tug frá fjöl­skyldunni. En ég er betri leik­maður og ég hef þroskast sem manneskja. Ég tala fjögur tungu­mál og hef kynnst fólki sem ég hefði aldrei annars kynnst.“

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram