Soffía bjó við hrottalegt heimilisofbeldi:„Ég gat ekki leitað til neins, gat ekki farið til fjölskyldu minnar og gat ekki farið til neins“

Eftir að hafa verið misnotuð bæði andlega og líkamlega í tvö ár fékk hún nóg og segir Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í þeirri von um að hjálpa konum í sömu stöðu.

Þetta var ást við fyrstu sýn og maðurinn flutti fljótt inn til hennar og níu ára sonar hennar. Ekki leið á löngu þar til maðurinn fór að sýna sitt rétta andlit og sjúklega afbrýðisemi. Hún fékk útivistartíma, voru settar reglur varðandi klæðaburð, mátti helst ekki tala við aðra karlmenn og var bannað að hafa samband við ákveðna fjölskyldumeðlimi og vinkonur.

„Ég byrjun fattaði ég ekki að ég mætti ekki tala við fólk um sambandið okkar og ég mátti ekki tala við vinkonur mínar. Ég gat ekki leitað til neins, gat ekki farið til fjölskyldu minnar og gat ekki farið til neins,“ segir Soffía í samtali við Evu Laufey.

„Ég vissi bara ef ég myndi tala um þetta yrði allt brjálað. Ég gleymi ekki þegar við vorum einu sinni heima og hann bað mig um að koma með fjarstýringuna til sín og ég svona kastaði henni til hans og þá byrjaði þetta, þessi augnaráð þar sem hann var að ógna mér. Einu sinni sagði ég bara nei þú getur sótt þetta sjálfur. Þá var ég með svona grind fyrir teppi og hann tekur hana og þrykkir henni í mig, bara beint í rifbeinið. Það er fyrsta líkamlega ofbeldið og var þetta um mánuði eftir að við kynnumst.“

Ástandið versnaði fljótt, maðurinn hætti að vinna og eyddi deginum heima í tölvunni. Til þessa að halda friðinn varð aðalhlutverk Soffíu að þóknast honum eða þjóna.

„Ég var að koma úr ræktinni og svitnaði þar mjög mikið. Það var hávetur og ískalt úti. Hann hringir í mig biður mig um að stoppa og kaupa ís. Ég segi ekkert mál, en þá segir hann að ég verði að gera það núna. Ég var búin að vera í fjörutíu mínútur í ræktinni og ætlaði að fá að klára. Þá segir hann bara, nei núna. Ég hringi síðan í hann og segi að það sé rosalega löng röð í ísbúðinni, ég rennandi blaut og ég verði örugglega veik að standa úti í frostinu. Þá segir hann, mér er alveg sama. Farðu bara og vertu í röðinni. Ég spyr hvort ég megi koma heim, fara í sturtu og fara í hlý föt og fara síðan aftur út að kaupa ís. Þá svarar hann, ég vil ís núna. Ég beið því þarna í ísakulda og kem síðan heim og rétti honum ísinn. Hann tekur ísinn kastar honum í mig og kýlir mig. Svo hendir hann mér svo að ég detti aftan á klósettsetuna. Ég vankast við þetta og þegar ég er að vakna upp heldur hann hendinni yfir hálsinum mínum, hellir ísnum yfir mig og segir, drullaðu þér út og keyptu stóran ís. Ég mætti hágrátandi og rennandi blaut í ísbúðina.“

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Instagram