Stjórnin tók Hatrið mun sigra á tónleikum í Háskólabíó – Sjáðu myndbandið

Stjórnin tók Eurovision lag Íslendinga árið 2019, Hatrið mun sigra, á tónleikum í Háskólabíói þann 5. október. Þetta kemur fram á Vísi.

Þar er haft eftir Grétari Örvarssyni að um leið og Hatari flutti lagið í forkeppni Eurovision hafi hann lagt til við Stjórnarmeðlimi að þau skyldu reyna við lagið.

Stjórnin hefur tekið lagið áður, bæði á Eurovisionballi Stjórnarinnar á úrslitakvöldinu og svo síðar í Herjólfsdal á Þjóðhátíð.

„Þar sem Stjórnin er jú þekkt sem Eurovision hljómsveit fannst okkur tilvalið að hafa lagið á dagskrá tónleikanna í Háskólabíói,“ segir Grétar í samtali við Vísi. Hann segir það draum sveitarinnar að taka lagið með Hatara á tónleikum.

Á vef Vísis má sjá myndband af flutningi Stjórnarinnar og einnig hér að neðan.

Auglýsing

læk

Instagram