Súperstjarnan Khalid kemur fram í Laugardalshöllinni 25. ágúst 2020

Khalid er einn allra heitasti tónlistarmaður veraldar um þessar mundir og var nýlega titlaður einn áhrifamesti einstaklingur heims af Time 2019.

Khalid sló fyrst í gegn með laginu Location árið 2016. Hann gaf út sína fyrstu plötu American Teen árið 2017 sem innihélt Location auk Young Dumb & Broke, sem einnig sló rækilega í gegn. Hann hefur síðan toppað vinsældarlista um allan heim stanslaust og hlotið fimm Grammy tilnefningar.

Khalid gaf út sína aðra plötu, Free Spirit, í apríl 2019 og varð í kjölfarið fyrsti listamaðurinn til að verma öll fyrstu fimm sæti Billboard R&B vinsældarlistans, auk þess sem platan skaust í toppsæti Billboard Top 100 og náði fljótt plátínumsölu.  Khalid hefur gefið út lög í samstarfi við magnaða listamenn á borð við Ed Sheeran, Calvin Harris, Marshmello, Shawn Mendez, Billie Eilish, Major Lazer, og Disclosure.

Þegar þetta er skrifað er Khalid fimmti mest spilaði tónlistarmaður veraldar á Spotify þessa stundina. Hann er nú í tónleikaferðalagi um hnöttinn þar sem hann spilar á mörgum stærstu tónleikastöðum og tónlistarhátíðum heims, með viðkomu í Laugardalshöll.

Miðasala hefst föstudaginn 13. desember kl. 12 á tix.is/khalid.
Forsala fer fram daginn áður kl. 10 og hægt er að skrá sig í hana hér.

 

Auglýsing

læk

Instagram