today-is-a-good-day

Svala opinberar hrottaleg skilaboð: „Ógeðis kærasta sem þú ert“

„Ofsalega á fólk bágt“

Þetta segir Svala Björgvinsdóttir söngkona en hún birti skjáskot af ógeðfelldum skilaboðum sem hún fékk frá karlmanni sem fór vægast sagt ófögrum orðum um hana. Þetta birti hún í svonefndu Story á Instagram-síðu sinni og hikaði söngkonan ekki við birta nafnið hjá umræddum einstaklingi sem fann sig knúinn til að segja henni til syndanna.

Kristján trúlofaðist söngkonunni Svölu Björgvins árið 2020. Maðurinn sem sendi Svölu skilaboðin sagði hana vera „skíta konu/kærustu“ og sakaði hana um að styðja ekki við bak Kristján Einar Sigurbjörnsson. „Að þú skulir ekki styðja við bakið á manninum þínum í gegnum þetta, frekar en að eyða honum úr lífi þínu er þér mest til skammar. Maðurinn situr einn í einhverju skíta fangelsi á Spáni fyrir smá barslagsmál,“ stendur einnig í skilaboðum mannsins.

Kristján Einar var handtekinn á Spáni í mars. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá, og gæti verið þar í allt að tvö ár. Rétt er að taka það fram að Svala hefur hvorki tjáð sig um málið né hvort hún og Kristján séu enn í sambandi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristján kemst í kast við lögin. Hann var í fyrra sak­felld­ur fyr­ir fíkni­efna- og vopna­laga­brot. Hann var einnig sak­felld­ur fyr­ir lík­ams­árás í héraðsdómi en sýknaður í Lands­rétti. Í desember árið 2020 greindi DV frá því að héraðssaksóknari væri búinn að ákæra Kristján fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti á Hótel Barón við Barónsstíg í Reykjavík.

Samkvæmt ákærunni á Kristján að hafa sagt eftirfarandi við þrjá lögreglumenn er þeir voru við skyldustörf: „Einn daginn mun ég drepa einn af ykkur.“

Auglýsing

læk

Instagram