Tapaði veðmáli og hljóp hálfmaraþon á Borat-skýlu:„Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna“

Auglýsing

Íslendingurinn Fannar Þór Heiðuson náði frábærum árangri í sínu fyrsta hálfmaraþoni í Osló um helgina. Fannar sem er nítján ára gamall endaði í 10. sæti af 149 keppendum í hans aldursflokki en hann hljóp vegalengdina á 1 klukkustund og 21 mínútu.

Klæðnaður Fannars vakti þó mikla athygli en hann hljóp í svokallaðri Borat-skýlu. Hann hafði tapað veðmáli við þekktan norskan handboltakappa en það var ástæðan fyrir klæðnaðinum.

„Ég hitti hann á þríþrautarmóti og við vorum að spjalla saman. Hann var að rífa kjaft og sagðist geta unnið mig en ég hélt nú ekki. Það endaði með því að við veðjuðum um að ef ég yrði meira en 15 mínútum á undan honum í mark þá myndi hann þurfa að hlaupa hálfmaraþon í skýlunni frægu en annars þyrfti ég að gera það,“ segir Fannar

Fannar náði ekki að vera 15 mínútum á undan honum og þar með var veðmálið tapað.

Auglýsing

„Það kom aldrei annað til greina en að vera maður orða sinna. Þetta var skrýtin en skemmtileg upplifun því uppátækið vakti mun meiri athygli en ég bjóst við. Það voru margar myndavélar á lofti og áhorfendur hvöttu mig óspart áfram.“

„Strengurinn fór ansi langt upp í rassgatið á meðan hlaupinu stóð,“ segir Fannar og skellihlær.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram