today-is-a-good-day

„Það versta sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba“

Systurnar Eydís Rán og Ingibjörg Sædís bjuggu við ömurlegar aðstæður í æsku.

Þæru voru lamdar af foreldrum sínum, það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu oft aðeins fötin sem þær stóðu í og lyktuðu illa. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni, en þau voru bæði mjög veik andlega, og tók móðir þeirra að lokum sitt eigið líf.

„Það versta sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga.

„Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga.

Þær systur rifja einnig upp jólin en það var ekki gert mikið úr þeim á heimilinu og engir voru pakkarnir.

„Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís.

Rætt var við þær systur í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi.

Auglýsing

læk

Instagram