today-is-a-good-day

The Laundromat Cafe hefur opnað á ný í Austurstræti

The Laundromat Cafe var opnað í Reykjavík árið 2011 af Friðrik Weishappel athafnamanni og var einskonar blanda af þvotta- og kaffihúsi. En áður hafði hann opnað tvo slíka staði í Kaupmannahöfn sem höfðu slegið í gegn þar. Staðurinn varð strax vinsæll hér heima og þá sérstaklega á meðal fjölskyldufólks, en á neðri hæð staðarins var stórt og skemmtilegt barnahorn.

Staðnum var síðan skellt í lás árið þann 11. febrúar 2018.

Í dag opnaði staðurinn á ný í sama húsnæði og með sömu áherslum.

„Langt og strangt ferli að baki og loksins erum við búin að opna @thelaundromatcafereykjavik á nýjan leik.

Við finnum fyrir ótrúlegum meðbyr og greinilegt að fyrri eigendur Hallur, Oddný, Valli, Steini og Jóhann Friðrik og að sjálfsögðu Frikki Weiss gúrúinn af Køben hafa skapað ógleymanlegan veitingastað sem lifir í hjörtum íslendinga og þeirra fjölmörgu ferðamanna sem hafa þvegið þvottinn sinn, drukkið bjór, mætt í brunch og hjá öllum krökkunumsem hafa nýtt leiksvæðið.

Líf og fjör og læti. Verið velkomin á The Laundromat Café“ þetta skrifaði Sölvi Snær Magnússon nýr eigandi og rekstaraðili The Laundromat Cafe á facebook síðu sína í dag.

Auglýsing

læk

Instagram