Þetta segja landsmenn um Skaupið: „Aldrei hlegið svona mikið yfir skaupinu“

Sitt sýnist alltaf hverjum um Áramótaskaupið um ár hvert og þykir mikið sport að deila um gæði þess. Má þó segja að viðbrögð séu almennt yfirþyrmandi jákvæð þetta árið, af tístum landsmanna að dæma.

Í Skaupinu var farið yfir góðkunnug mál með óvæntum uppákomum á meðan gert var upp það koatulega ár sem 2022 var. Á rúmum klukkutíma var gert stólpagrín að Útlendingastofnun, Samherja, útivistatíma katta, mathallir, slaufunarmenningu, TikTok og – vitaskuld – TWITTER, svo aðeins fáein dæmi séu nefnd.

Yfirhöfundur Áramótaskaupsins í ár var Saga Garðarsdóttir, leikkona og uppistandari og leikstjóri og meðhöfundur var Dóra Jóhannsdóttir sem hafði aður leitt höfundahóp skaupsins á árunum 2017 og 2019.

Að venju streymdu inn líflegar athugasemdir á Twitter, fjölmörg undir myllumerkinu #skaupið, sem Íslendingar létu falla á meðan grínið var sýnt á RÚV.

Hér má sjá brot af því besta.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram