„Þökk sé öryggisbeltum og loftpúðum þá gekk unga fólkið í bílnum óslasað út, en í miklu sjokki,“

Hjól sem losnaði undan stórum flutningabíl lenti framan á fólksbíl við Höfn í Melasveit í gær.

Allir farþegar sluppu ómeiddir frá óhappinu en ökumaður fólksbílsins keyrði útaf veginum. Stefán Guðmundsson úr Ólafsvík varð vitni að óhappinu og greindi frá því á facebook síðu sinni.

„Var að keyra heim núna í dag og var staddur undir Hafnarfjallinu fyrir aftan stóran trailer á 90 km hraða, mjög þung umferð á móti, tek eftir því allt í einu að ein og svo tvær rær detta undan trailernum og ég hugsa” ekki er hann að fara að missa hjól” skipti engum togum að eitt stykki hjól í yfirstærð rúllar undan trailernum sem er á 90 km hraða og BANG framan á næsta bíl, smá bíl sem hreinlega splundraðist“ sagði Stefán.

Hann segir unga fólkið hafa gengið út úr bílnum í miklu sjokki en óslasað þökk sé öryggisbeltum og loftpúðum.

Greint var frá þessu á vef Skessuhorns.

Auglýsing

læk

Instagram