Þórunn Antonía frumsýnir myndband við lagið Ofurkona

Auglýsing

Myndbandið við lagið Ofurkona með Þórunni Antoníu var frumsýnt í Smárabíói í hádeginu á samstöðufundi Góða Systir, undir yfirskriftinni: Hvað er að vera kona?

„Myndbandið er einhverskonar pressa og vonbrigði sem safnast upp í glansmyndinni af fullkomna lífinu, þar sem Heklu og Önnu Karínu tekst á frábæran hátt að ná tilfinningunni úr textanum inn í skemmtilega sögu af fullkomnu fjölskyldunni sem er ekkert svo fullkomin þegar betur er að gáð,” segir Þórunn Antonía um myndbandið.

Þórunn Antonía og Valgeir Magnússon fóru í samstarf og tóku viðtöl við 40 konur um það hvað og hvernig það er að vera kona. Lagið Ofurkona er afrakstur þessa samstarfs og er textinn unninn upp úr þessum viðtölum.

„Það var margt sem kom mér á óvart í þessum viðtölum og mun ég deila með þeim sem mæta á frumsýninguna nokkrum af þeim atriðum. Eitt af því var t.d. hversu margar konur eru óöruggar í návist karla og hversu oft karla með líkamstjáningu og raddbeitingu ná að yfirtaka aðstæður og nýta sér þetta óöryggi. Einnig hversu margar konur eru beinlínis hræddar við að vera einar á ferð og líka hvers vegna?“ sagði Þórunn.

Auglýsing

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram