Tilkynnt hefur verið um nýjan útvarpsstjóra

Stefán Ei­ríks­son borg­ar­rit­ari Reykja­vík­ur­borg­ar og fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið ráðinn út­varps­stjóri Rík­is­út­varps­ins til næstu fimm ára. Greint var frá þessu á mbl.is

Stefán tek­ur til starfa 1. mars næst­kom­andi. Hann er menntaður lög­fræðing­ur og hef­ur þess að auki sótt ýmis nám­skeið tengd stjórn­un.

Hann er 49 ára gam­all og starfaði sem blaðamaður bæði á Tím­an­um og Morg­un­blaðinu sam­hliða laga­námi á ár­un­um 1991-1996, en starfaði síðan við lög­fræði- og stjórn­un­ar­störf hjá hinu op­in­bera næsta ára­tug eða þar til hann var skipaður lög­reglu­stjóri árið 2006.

Árið 2014 tók hann við starfi sviðsstjóra vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, áður en hann var svo ráðinn borg­ar­rit­ari árið 2016.

Fjöru­tíu og einn sótti um stöðuna, en listi um­sækj­enda hef­ur ekki verið gerður op­in­ber og ekki stend­ur til að op­in­bera hann.

Auglýsing

læk

Instagram