Tveimur bjargað úr logandi íbúð í nótt

Auglýsing

All­ar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu voru kallaðar út vegna elds sem logaði í íbúð í Mávahlíð, í nótt. Strax var ljóst að fólk væri inni í íbúðinni og voru reykkafar­ar send­ir inn. Náðu þeir að bjarga tveim­ur út um glugga íbúðar­inn­ar en sá þriðji komst út af sjálfs­dáðum.

„Við byrjuðum á því að bjarga fólki út og svo var ráðist á eld­inn eft­ir það sem gekk mjög hratt fyr­ir sig,“ sagði Gunn­laug­ur Jóns­son, aðstoðar­varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við Mbl.

All­ar íbúðir húss­ins voru rýmd­ar og var áfallat­eymi Rauða kross­ins kallað út. All­ir íbú­arn­ir fengu að fara aft­ur í íbúðir sín­ar er slökkvi­starfi lauk en eng­ar skemmd­ir urðu í öðrum íbúðum, fyr­ir utan reykjar­lykt, að sögn Gunn­laugs. Íbúðin sem eld­ur­inn kom upp í er hinsvegar mikið skemmd. „Hún er mikið skemmd vegna elds, reyks og vatns,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Búið var að slökkva eld­inn um klukk­an þrjú í nótt og reykræst­ingu lauk á fjórða tím­an­um. Elds­upp­tök eru ókunn og er rann­sókn í hönd­um tækni­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram