Tveir dyraverðir fluttir á slysadeild

Auglýsing

Tveir dyraverðir á skemmtistað í miðbæ Reykjvíkur voru fluttir á slysadeild Landspítalans á öðrun tímanum í nótt eftir að þrír menn réðust á þá. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru dyraverðirnir að vísa mönnunum frá staðnum þegar þeir réðust á þá. Annar dyravörðurinn fékk ítrekuð spörk í höfuðið og hinn fékk glas í höfuðið.

Þriðji dyravörðurinn varð einnig fyrir árásinni en hlaut minni áverka, kúlu á höfuð og mar við augabrún. Að sögn lögreglu voru árásarmennirnir á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang. Þetta kom fram á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram