Tveir veitingastaðir í Reykjavík brutu samkomubann

Um klukkan 23 í gærkvöldi þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar í miðborginni vegna brots á samkomubanni. Samkvæmt gildandi reglum um samkomur mega aðeins 20 manns að hámarki koma saman hverju sinni en á staðnum voru rúmlega 30 manns samankomin.

Lögreglumenn höfðu einnig afskipti af starfsemi á öðrum veitingastað skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en þar voru einnig rúmlega 30 manns inni. Að auki hefði átt að loka staðnum klukkan 23.

Auglýsing

læk

Instagram