today-is-a-good-day

Um hundrað mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um hundrað mál komu á borð hennar frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Málin voru að ýmsu tagi og oftar en ekki snerust þau um fólk sem var undir á­hrifum á­fengis og/eða fíkni­efna. Þá komu nokkur heimilisofbeldismál inn á borð lögreglu, líkams­á­rásir, há­vaða­kvartanir, að­stoð við fólk vegna á­stands, slys og ó­höpp.

Þá voru níu öku­menn teknir fyrir ölvunar og eða fíkni­efnakstur. Alls voru tíu manns vistaðir í fanga­klefum á áður­nefndu tíma­bili.

Auglýsing

læk

Instagram