Umferðarslys í Suðursveit

Auglýsing

Vöru­bif­reið og fólks­bif­reið sem komu úr gagn­stæðum átt­um skullu sam­an á Þjóðvegi 1 í Suður­sveit fyr­ir skömmu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­landi.

Tvennt var í fólksbifreiðinni, erlendir ferðamenn, og eru þau bæði slösuð en þó með meðvitund. Þyrla LHG lagði af stað með fólkið af slysstað, til Reykjavíkur, um 19:10 í kvöld.

Vörubifreiðin er í vegkantinum og verður ekki fjarlægð fyrr en á morgun. Vegurinn verður opnaður fljótlega en tafir verða síðan aftur á umferð um vettvang á morgun þegar vörubifreiðin verður fjarlægð en til þess þarf stórvirki tæki. Báðar bifreiðarnar eru mikið skemmdar og a.m.k fólksbifreiðin ónýt.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram