Vatnavera í ferskum straumi

Auglýsing

Föstudaginn 2. júlí kl. 16-18 verður spennandi opnun í Listasal Mosfellsbæjar.

Þá frumflytur listatvíeykið SÚL_VAD hljóð- og myndbandsinnsetninguna vatnaveran mín. SÚL_VAD skipa myndlistarkonan Ásdís Birna Gylfadóttir (1993) og tónskáldið Ragnheiður Erla Björnsdóttir (1993) en þær eru æskuvinkonur úr Mosfellsbæ. SÚL_VAD hefur strax frá upphafi samstarfsins árið 2017 vakið mikla athygli. Listakonurnar hafa sýnt bæði hérlendis og víða erlendis, unnið til fjölda verðlauna og tekið þátt í virtum samstarfsverkefnum.

Í vatnaveran mín rannsakar SÚL_VAD áhrif mannsins á umhverfi sitt og mengun sjávar. Í myndræna hluta verksins notast Ásdís Birna við líkamann sem myndlíkingu fyrir sjálfið þar sem hreyfingar og efnisval spila stóran þátt. Hljóðveröld verksins er tónverk í fimm hlutum fyrir þverflautu, rödd og rafhljóð samið af Ragnheiði Erlu.

Hér er á ferðinni kjörið tækifæri til að heimsækja þann dularfulla krika sem hljóð- og myndbandsverk eru innan listarinnar og upplifa þar ferska strauma SÚL_VAD.

Auglýsing

Síðasti sýningardagur er 30. júlí. Opið er kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram