Veðsetti foreldra sína til þess að kaupa Gauk á Stöng

[the_ad_group id="3076"]

„Svona gerir líklega enginn maður í dag en við veðsettum foreldra okkar. Mamma mín skrifaðu upp á og mamma hennar Gullu skrifaði líka upp á og ég er rosalega þakklátur fyrir að allt hafi gengið upp,“ segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi í Gamla Bíó þegar hann lýsir aðdragandanum að því þegar hann og eiginkona hans keyptu allan hlut í skemmtistaðnum Gaukur á Stöng.

Þetta kemur fram í nýjasta viðtali Frosta Logasonar við Guðvarð í hlaðvarpsþættinum Spjallið með Frosta.

Guffi fer um víðan völl í viðtalinu en hann er án efa einn af reyndustu veitingamönnum landsins. Hann hefur opnað og rekið ótal marga sögufræga staði og hefur verið meira og minna á sömu kennitölunni í um það bil hálfa öld. Staðir eins og Gaukur á Stöng, Jónatan Livingstone Mávur, Apótekið og Gamla Bíó eru bara lítill hluti af því sem Guffi hefur sýslað í gegnum tíðina.

Bjó til og seldi bjórlíkið fyrstur manna á Íslandi

„Bjórlíkið, það er bara pilsner með vodka út í?“ spyr Frosti í þessu áhugaverða viðtali um þá tíma sem ríktu á veitingastöðum landsins í bjórbanninu fræga.

[the_ad_group id="3077"]

„Já. Ef heilbrigðiseftirlitið kæmist að slíku í dag…þá opnuðum við bara 19 lítra kútana og sugum upp einn líter og bættum við einum lítra af blönduðu áfengi út í. Svo þurfti að hrista þetta. Fyrsti blandarinn er Úlli, sem er með mér í Gamla Bíó – við höfum verið saman í þessu í 40 ár með einhverjum hléum á milli. Hann var semsagt fyrsti blandarinn,“ segir Guffi sem man alveg sérstaklega eftir einu fimmtudagskvöldi.

„Þá vissi einhver að Úlli væri í Háskólabíó og hann var kallaður þar upp því hann þurfti að fara niður eftir til að blanda,“ segir Guffi og hlær.

Ekki missa af þessu áhugaverðu viðtali Guffa í Gamla Bíó um bannárin, veitingastaðina og hið fræga bjórlíki sem hann byrjaði að selja fyrstur manna á Íslandi. Viðtalið má bæði hlusta og sjá í heild sinni á Brotkast.is.

Auglýsing

læk

Instagram