Vill fækka frí­dögum skóla­barna um 10 í Reykja­vík:„Börn eiga allt að 79 frídaga en fullorðnir aðeins 25“

Auglýsing

Hildur Björns­dóttir, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, lagði til á fundi borgar­ráðs í dag að frí­dögum barna í Reykja­vík yrði fækkað um allt að tíu ár­lega. Þannig væri hægt að mæta bæði þörfum fjöl­skyldunnar og at­vinnu­lífsins.

„Frí­dagar grunn­skóla­barna í Reykja­vík eru saman­lagt 73 ár­lega, að undan­skildum lög­bundnum frí­dögum. Syst­kini á tveimur skóla­stigum eiga saman­lagt 79 frí­daga ár­lega. For­eldrar á al­mennum vinnu­markaði eiga flestir 24 frí­daga ár­lega. Það þarf ekki lang­skóla­genginn stærð­fræðing til að sjá þær á­skoranir sem mæta fjöl­skyldu­fólki við skipu­lag hvers­dagsins. At­vinnu­rek­endur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráð­stafana sem gera þarf vegna fjar­veru for­eldra frá vinnu,“ segir Hildur í færslu á facebook síðu sinni.

Í færslunni segir hún að til­lögurnar miði ekki síður að því að tryggja jafn­rétti kynjanna, en að reynsla sýni að konur taka enn aukna á­byrgð á upp­eldi barna og séu lík­legri til að hverfa frá vinnu til að sinna börnum á frí­dögum þeirra.

Færslu Hildar er hægt að sjá í heild sinni hér að neðan.

Auglýsing

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram