Villi ráðinn til Borgarleikhússins: „Ég er vægast sagt spenntur“

Auglýsing

„Ég væri að ljúga ef ég væri ekki að segja að það væri ákveðið tilfinningaflóð í gangi. Spenna, stress, ákveðið impostor syndrome, ótrúlega mikil gleði, þakklæti og alls skonar skemmtilegar tilfinningasveiflur.“

Þetta segir Vilhelm (e. Villi) Neto, leikari og grínisti, en hann hefur gert samning við Borgarleikhúsið. Leikarinn mun stíga á svið næstu helgi og mun hann meðal annars taka við hlutverki leikarans Hjartar Jóhanns í leikritinu um Emil í Kattholti þar sem hann heldur í önnur verkefni. Vísir greinir frá þessu en þar segir Villi:

„Ég er vægast sagt spenntur. Þvílíka ævintýrið sem lífið er að bjóða upp á!“

Vilhelm Neto er menntaður leikari í Danmörku og hefur notið gríðarlega vinsælda á bæði samfélagsmiðlum og í sjónvarpi á síðustu misserum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram