10 óskrifaðar reglur sem ferðamenn brjóta á Spáni – Gerir þú þetta án þess að vita af því?

James Blick, sem er með YouTube-rásina Spain Revealed, fer yfir 10 algeng mistök sem ferðamenn gera í spænskri menningu.

Það getur verið allt frá því að veifa ekki á þjóninn til þess að mæta of snemma í mat.

Auglýsing

Myndbandið, sem hefur verið skoðað yfir milljón sinnum, veitir nytsamlegar og skemmtilegar ábendingar um hegðun á veitingastöðum, í opinberum samgöngum, í hverfum og jafnvel varðandi augnsamband en við viljum þó ekki spilla of miklu af myndbandinu hér.

Tilvalið ef þú vilt vera gestur sem virðir staðhætti og forðast að móðga heimamenn.

Sífellt fleiri Íslendingar sækja í sólina á Spáni, hvort sem er í fríum eða með búsetu að markmiði.

Þá er vissara að vera með þessa hluti á hreinu því jafnvel saklaus hegðun getur vakið furðu eða pirring hjá heimamönnum.

Spurningin er því: Eru Íslendingar kannski að gera einhver þessara klassísku ferðamannamistaka án þess að átta sig á því?

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing