109 börnum bjargað og 244 handteknir í stórfelldri aðgerð gegn barnaníði

Í einni umfangsmestu aðgerð bandarísku lögreglunnar gegn kynferðislegri misnotkun barna var 109 börnum bjargað úr hættulegum aðstæðum og 244 manns handteknir í Norður Texas.

Aðgerðin, sem bar heitið Operation Soteria Shield, fletti ofan af stórum glæpahring þar sem gerendur nýttu tæknina til að komast í samband við börn.

Auglýsing

Samkvæmt yfirvöldum voru mörg barnanna sem bjargað var ekki skráð sem týnd og misnotkun þeirra hafði aldrei áður komið til kasta lögreglu.
„Það sem hræðir okkur mest er að þetta eru börn sem höfðu aldrei verið tilkynnt sem týnd, þau voru ósýnileg í kerfinu,“ sagði Dan Curtis, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Plano.

Tæknin orðin vopn barnaníðinga

Yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi gerendur aldrei hitt fórnarlömbin augliti til auglitis.

Þeir notuðu samfélagsmiðla, skilaboðaforrit og tölvuleiki til að fá börn til að senda nektarmyndir og kynferðisleg myndskeið.
„Við erum komin út fyrir gömlu hugmyndina um ókunnuga á götunni. Ofbeldismennirnir eru komnir inn á heimilin í gegnum snjalltæki,“ sagði Joseph Rothrock, yfirmaður FBI í Dallas.

Viðvaranir til foreldra

Yfirvöld hvetja nú foreldra til að sýna varkárni og setja upp svokallað foreldraeftirlit á snjalltækjum og tölvum barna sinna.
„Það eru fleiri börn þarna úti sem við eigum enn eftir að finna,“ sagði Rothrock.

Yfir 100 börn eru nú undir verndarvæng yfirvalda og unnið er að því að veita þeim stuðning og meðferð eftir það sem þau gengu í gegnum.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing