Að minnsta kosti 13 manns slösuðust þegar bifreið ók inn í mannfjölda fyrir utan leik FC Barcelona og Espanyol við RCDE-völlinn í Barcelona á fimmtudagskvöld.
Samkvæmt katalónsku lögreglunni virðist sem um slys hafi verið að ræða.
„Við höfum fulla stjórn á aðstæðu og engin hætta steðjar að fólki inni á íþróttasvæðinu,“ sagði lögreglan í tilkynningu á samfélagsmiðlum.
Slökkvilið og sjúkraflutningateymi komu á vettvang og samkvæmt upplýsingum frá neyðarþjónustu Katalóníu eru 13 manns slasaðir, þar af níu með minniháttar áverka og fjórir með meiðsl sem talin eru „óveruleg“.
Ökumaðurinn hefur verið handtekinn.
Myndskeið sem birtist á samfélagsmiðlum sýnir þegar hvítum bíl er ekið í gegnum mannfjölda í almenningsgarði við hlið leikvangsins.
🚨 BREAKING! 🚨
The game between Barcelona and Espanyol has been STOPPED. ❌
There was a massive incident outside of the stadium! 🏟️
A car ran over multiple people! 🤯
🎥 @AlertaMundoNews pic.twitter.com/nm0FKrLXix
— Polymarket FC (@PolymarketFC) May 15, 2025
😡Esto es muy GRAVE. Qué vergüenza. Agresiones y atropello masivo. Lo que ha ocurrido en la previa entre Espanyol y FC Barcelona. pic.twitter.com/jB7L08gXA8
— Álvaro Borrego (@alvaritomfs) May 15, 2025