Í nýlegum þætti Hluthafaspjallsins fer Jón G. Hauksson, þáttastjórnandi og fyrrverandi ritstjóri Frjálsrar verslunar, mikinn í gagnrýni sinni á borgarlínuverkefnið og ríkisfjármál almennt.
Hann segir ríkisvaldið hafa brugðist loforðum sínum um aðhaldssemi og stöðugleika og leggur til róttækar aðgerðir – þar á meðal að hætta tafarlaust við borgarlínuna.
Bara kjaftæði
„Það er nefnilega eitt þegar þú ferð inn í þetta ríkissjórnarsamstarf sem átti að ganga út á það að taka hæg skref,“ segir Jón í upphafi. „Þetta átti að vera stöðugleiki, þetta átti að vera sparnaður. En þær eru að eyða, finnst manni, frekar en að spara.“
Hann gagnrýnir einnig skort á ábyrgð og segir ráðherra ekki axla neina ábyrgð:
„Það er enginn ráðherra sem svarar öðruvísi en að þetta hafi verið allt svo slæmt og öðrum að kenna. Þetta skaðar umræðuna í þessu öllu.“
Jón tekur sérstaklega fyrir borgarlínuna og nefnir hana sem dæmi um óarðbært verkefni sem eigi að leggja niður.
„Ég sé það fyrir mér að borgarlínan, hún er bara út af borðinu,“ segir hann og bætir við: „Hún er, hvort sem er, allt svona… alveg ótrúlegt kæftæði.“
„Það eru nánast engir blaðamenn lengur sem starfa sjálfstætt. Ef þeir komast álnir hjá ríkinu – upplýsingafulltrúar eða slíkt – þá fara menn þangað“
Þegar þáttastjórnandinn Sigurður Már Jónsson mótmælir og bendir á að „það er verið að vinna á fullu við borgarlínuna“ og að „hundruð manna“ séu að störfum við verkefnið, svarar Jón: „Ég er að segja: þetta er kjaftæði.“
Hvernig er hægt að skera niður
Að mati Jóns þarf ríkið að bregðast við af alvöru og fara í raunverulegan niðurskurð. „Ef þú ætlar að grípa til einhverra aðgerða, þá verðurðu að fara í eitthvað sem er raunverulega óarðbært. Borgarlínan er það.“
Hann gagnrýnir líka stækkun opinbera geirans og áhrif þess á vinnumarkaðinn. „Samtök atvinnulífsins hafa sagt að ríkið hafi farið offari og leitt launahækkanir. Það eru nánast engir blaðamenn lengur sem starfa sjálfstætt. Ef þeir komast álnir hjá ríkinu – upplýsingafulltrúar eða slíkt – þá fara menn þangað.“
Jón lýkur með skýrum áskorunum til stjórnvalda: „Núna hefst alvöru umræðan: hvernig hægt sé að minnka báknið og hvernig á að minnka hlut ríkisins.“
Hann segir að stór hluti útgjaldaaukningarinnar undanfarna áratugi megi rekja til þess að hagvöxtur hafi staðið í stað, á meðan útgjöldin hafi hækkað sífellt.
Ekki einn um þessa skoðun
Jón er alls ekki einn um þá skoðun að Borgarlínan og almenn aðför að einkabílnum séu af hinu slæma því á svipuðum tíma og þátturinn er tekinn upp átti sér stað íbúafundur í Grafarvogi með starfsmönnum borgarinnar.
Það voru engar sáttir í lofti fundurinn, sem fjallaði um þéttingu byggðar í Grafarvogi, fór fram í húsnæði Borgar síðdegis þann 20. mars 2025.
Fundurinn, sem ætlaður var sem kynningarfundur á tillögum um breytingar á skipulagi í hverfinu, leystist fljótt upp í hávær mótmæli þar sem fundargestir lýstu djúpri óánægju með bæði innihald og fyrirkomulag fundarins.
„Ótrúlegt að ætla sér svona fyrirkomulag í hverfi þar sem andrúmsloft og græn svæði skipta máli“
Fundargestir vildu fá skýr svör um lykilatriði á borð við aukinn umferðarþunga, hávaða og áhrif á innviði.
Það varð fljótt ljóst að fyrirkomulagið sem borgin hafði valið var engan veginn í takt við áhuga og kröfur íbúanna.
„Fólk var komið hingað til að mótmæla og spyrja erfiðra spurninga,“ sagði einn fundarmaður.
Andstaða við að „miðborgarfyrirkomulag“ verði yfirfært á úthverfi
Alexandra Briem, borgarfulltrúi, fékk orðið og sagðist hissa á andanum í salnum. Hún spurði hvort fólk vildi í raun engin ný hús í hverfinu.
Salurinn svaraði samhljóða: „Við viljum hafa byggðina óbreytta.“
Ein setning vakti þó sérstaklega hörð viðbrögð: Þegar arkitekt borgarinnar greindi frá því að gert væri ráð fyrir einum bíl á hverja íbúð – rétt eins og í miðborg Reykjavíkur – sauð upp úr.
Mörgum fundargestum þótti með öllu galið að yfirfæra „vitleysuna í miðbænum“ yfir á úthverfi á borð við Grafarvog, þar sem fjölskyldur reiða sig á bílinn til daglegra nota.
Sterk skilaboð: Verið að ráðast gegn lífsgæðum íbúa
Íbúar sendu með þessum fundi mjög skýr skilaboð til borgaryfirvalda: Þéttingarhugmyndirnar eru óvelkomnar í þeirri mynd sem þær voru kynntar.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr Hluthafaspjallinu en ef þú hefur áhuga á að horfa á allan þáttinn geturðu fengið þér áskrift að Brotkast.is hér.