Mexíkóski þingmaðurinn Armando Corona Arvizu, fulltrúi Morena flokksins, hefur lagt fram frumvarp sem gengur undir heitinu „Ley Antistickers“ og felur í sér fangelsvist fyrir dreifingu breyttra mynda, myndskeiða eða hljóðupptaka, þar á meðal svokölluðum memes og efni sem gert er af gervigreind og birt án samþykkis viðkomandi og veldur skaða.
Frumvarpið sagt ganga út á að vernda ímynd og rödd einstaklinga
Frumvarpið, sem er birt opinberlega í Gaceta Parlamentaria (þingblaðinu), leggur til breytingar á mexíkósku hegningarlögunum en þar er kveðið á um að sá sem „breytir eða dreifir stafrænu efni án samþykkis þess sem þar kemur fram“ geti átt yfir höfði sér 3–6 ára fangelsi og háar sektir.
Sektir og refsingar aukast ef:
- Um er að ræða dreifingu á netinu, t.d. á samfélagsmiðlum.
- Þolandi er barn, opinber starfsmaður, fatlaður einstaklingur eða sá sem verður fyrir verulegum sálrænum, félagslegum eða atvinnulegum skaða.
Þingmaðurinn segir frumvarpið snúast um vernd, ekki ritskoðun
Corona Arvizu segir að frumvarpið sé svar við sívaxandi stafrænu ofbeldi í landinu.
Einnig er bent á að undarleg sé aopinberir starfsmenn falli undir slíka vernd sem sögð er ætluð börnum og unglingum og að þarna sé verið að koma í veg fyrir gagnrýni á pólitíkusa
Samkvæmt tölum frá INEGI (tölfræðistofnun Mexíkó) voru 18,9 milljónir manna beitt stafrænu ofbeldi árið 2024, stór hluti þeirra börn og unglingar.
Hann bendir á að memes, falsaðar hljóðupptökur og „deepfakes“ séu í auknum mæli notuð til að niðurlægja og níðast á fólki.
Í færslu á samfélagsmiðlum sagði þingmaðurinn:
„Við höfum orðið vitni að tilfellum þar sem börn og unglingar verða fyrir miklum geðrænum áhrifum eftir að hafa orðið fyrir einelti þar sem gervigreindarmyndir eru notaðar til að niðurlægja þau.“
Einnig benti hann á hættuleg dæmi um raddklónun með gervigreind, sem glæpamenn hafa notað til fjárkúgunar.
Gagnrýni og áhyggjur af mögulegri ritskoðun
Frumvarpið hefur þegar vakið töluverðar deilur í Mexíkó.
Gagnrýnendur telja að möguleiki á fangelsisrefsingu fyrir að birta memes gæti haft hræðileg áhrif á tjáningarfrelsi og mótmæli á netinu.
Einnig er bent á að undarleg sé aopinberir starfsmenn falli undir slíka vernd sem sögð er ætluð börnum og unglingum og að þarna sé verið að koma í veg fyrir gagnrýni á pólitíkusa.
Corona Arvizu hafnar því alfarið og segir:
„Sumir segja að þetta sé ritskoðun en það er ekki rétt. Við erum að vernda geðheilsu, mannlega reisn og öryggi fólksins í landinu.“
Ekki fyrsta lagasetning af þessu tagi
Í Mexíkó hefur áður verið sett löggjöf gegn stafrænu ofbeldi, til að mynda Ley Olimpia, sem bannar dreifingu á nektarmyndum eða kynferðislegum efni án samþykkis.
Hins vegar ná þau lög ekki yfir það efni sem nefnt er að ofan nema það flokkist sem kynferðislegt.
Frumvarpið var formlega lagt fram 23. september og verður tekið til umræðu í þinginu síðar í haust.