Bandaríska lyfjaeftirlitið setur viðvaranir á COVID bólefnin

Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur krafist þess að lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna uppfæri viðvaranir í tengslum við COVID-19 bóluefnin sín vegna aukaverkana með áherslu á hjartabólgu, eða „myocarditis“.

Viðvörunin nær nú yfir stærri hóp en áður, með sérstöku tilliti til karla á aldrinum 12–24 ára, þar sem tíðni tilfella er hæst.

Auglýsing

Samkvæmt nýjum gögnum greinast átta tilfelli af hjartabólgu á hverja milljón bólusettra einstaklinga á aldrinum 6 mánaða til 64 ára með bóluefnum áranna 2023–2024.

Áður hafði viðvörunin einungis miðast við unglinga á aldrinum 12–17 ára.

CDC taldi áður engar auknar líkur

Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) hafði áðurhaldið því fram að engar auknar líkur væru á hjartabólgu vegna bóluefnanna.

Marty Makary, forstjóri FDA hefur einnig sett strangari reglur um árlega bólusetningu, sem nú eru aðeins ætlaðar eldra fólki og þeim sem eru í áhættuhópum en ekki fullfrísku fólki.

Nokkrir sérfræðingar hafa stigið fram og gagnrýnt nálgun FDA og segja að rétt sé að vekja athygli á áhættu vegna hjartabólgu en að setja aðvaranir á notkun bólefnanna sé „rangt skref“.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing