Breska ríkisútvarpið BBC hefur aflýst tveimur skyldunámskeiðum tímabundið, en námskeiðin sem allir starfsmenn þurfa að sækja, fjalla um kynvitund og LGBTQ+ málefni.
Endurskoðun á námskeiðunum fer nú fram vegna fordæmisgefandi dóms Hæstaréttar Bretlands frá því í apríl.
Samkvæmt dómnum merkir hugtakið sex í jafnréttislögum eingöngu líffræðilegt kyn, en ekki sjálfskilgreinda kynvitund.
Þessi lagalega skýring hefur nú knúið BBC til að endurskoða fjölbreytileikastefnu sína og hvernig hugtökin „kyn“ og „kynvitund“ eru notuð í stefnum og þjálfunarefni.
Tvö námskeið sett á ís
Gögn sem The Telegraph fékk afhent eftir upplýsingabeiðni sýna að námskeiðin LGBTQ+ Allies og Trans Insights hafi verið tekin tímabundið úr umferð meðan þau eru yfirfarin með tilliti til nýrra lagaákvæða.
Þessi námskeið voru hluti af fjölbreytileikasáætlun BBC fyrir árið 2024 og höfðu það markmið að fræða starfsfólk um LGBTQ+ málefni og hvernig hægt væri að vera „virkur bandamaður“ þessara hópa.
Örum námskeiðum breytt
Tvö önnur námskeið, The BBC and You og Inclusive Leadership, hafa farið í gegnum breytingar í stað þess að vera aflýst með öllu.
Þar hefur efni um fornafnanotkun og sjálfskilgreiningu kyns verið fjarlægt til að samræmast nýju túlkuninni á jafnréttislögunum.
Í yfirlýsingu segir BBC:
„Við erum ekki að draga inngildingu okkar, aðeins að bíða eftir endanlegri leiðsögn frá stjórnvöldum eftir dóminn. Þegar hún liggur fyrir verður allt efni uppfært í samræmi við lög.“
Kvenréttindahreyfingar fagna ákvörðuninni
Susan Smith, talskona samtakanna For Women Scotland, segir að margir hafi haft áhyggjur af áhrifum kynvitundarhugmyndafræði innan BBC.
„Það kemur ekki á óvart að námskeiðin séu endurskoðuð,“ segir hún. „Við vonum að starfsmenn fái nú skýra fræðslu um raunverulega lagalega stöðu kyns í samræmi við dóminn.“
Dómur sem breytir lagalegri túlkun
Hæstiréttur Bretlands staðfesti í apríl að orðið kona í jafnréttislögum vísi eingöngu til líffræðilegra kvenna.
Dómurinn hefur haft víðtæk áhrif á vinnustaði, skóla og stofnanir sem hafa þurft að endurskoða stefnu sína um kynvitund og innifalningu.
BBC hefur þó ítrekað að markmið stofnunarinnar sé áfram að tryggja virðingu og öryggi allra starfsmanna.