Bíl ekið á ofsahraða inn í verslunarmiðstöð í Melbourne – Ökumaður enn ófundinn

Mikið öngþveiti skapaðist í Northland-verslunarmiðstöðinni í Melbourne síðdegis á miðvikudag þegar stolnum bíl var ekið á ofsahraða í gegnum verslunarmiðstöðina, að sögn yfirvalda.

Atvikið átti sér stað um klukkan 16:00 að staðartíma.

Auglýsing

Lögregla hafði reynt að stöðva Toyota Land Cruiser sem tilkynnt hafði verið stolinn, þegar ökumaðurinn gaf í og ók beint inn í verslunarmiðstöðina í örvæntingarfullri tilraun til að komast undan.

Kraftaverk að enginn skyldi slasast

Að sögn yfirvalda er það kraftaverki líkast að enginn skyldi slasast.

Ökumaðurinn hvarf af vettvangi og lögreglan hefur lýst eftir honum og segir í yfirlýsingu að bíllinn sé enn ófundinn.

Vitni sögðu frá hræðslu og ringulreið á samfélagsmiðlum.

„Ef þið eruð á leið í Northland, hættið við. Við erum læst inni í verslun og verið er að rýma sum svæði,“ skrifaði einn viðskiptavinur.

Annar sagði: „Ég sá bílinn bruna í gegn og sem betur fer varð enginn fyrir honum.“

Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing