Í kjölfar heimsýninga á tónleikamyndinni Björk: Cornucopia, er þessi framsækna upplifun nú komin í verslanir.
“Ég er svo glöð að deila með ykkur kvikmynd sem var gerð af tónleikunum mínum Cornucopia. Þetta hefur verið langt ferðalag þar sem hundruð einstaklinga hafa komið að. Ég er óendanlega þakklát hverri einustu manneskju sem hefur komið að verkefninu. Mér finnst tónleika-kvikmyndin sem fyrirbæri í dag vera mjög vinveitt kvenlægum gildum, velkomin í nútíma samfélag þar sem kventónlistarmenn geta deilt heimi sínum óspilltum.” segir Björk í tilkynningu til fjölmiðla.
Cornucopia gæti jafnvel verið meistaraverkið hennar
Cornucopia er metnaðarfyllsta sýning Bjarkar til þessa, kraftmikil samsuða náttúru, tækni og hljóðheims hennar. Kvikmyndaútgáfunni er leikstýrt af Ísoldi Uggadóttur en þar er einstök sýn Bjarkar er í brennidepli. Hún sá sjálf um listræna leikstjórn, útsetningar á tónlistinni, sýningastjórnun og flutning. James Merry leiddi með Björk myndrænu hliðina ásamt framlagi frá einvala liði listafólks: Andrew Thomas Huang, Gabríela Friðriksdóttir, Pierre-Alain Giraud, Nick Knight, Tobias Gremmler, Warren Du Preez og Nick Thornton-Jones. Framúrsækin sjónlist þeirra renna hnökralaust saman við avant-garde hljóðlandslag Bjarkar.
Björk heldur áfram að ryðja brautina
Björk er einhver frumlegasti og áhrifamesti listamaður sinnar kynslóðar. Ferill Bjarkar hefur síendurtekið ögrað mörkum í tónlist og er hún þekkt fyrir byltingarkennda tónlist, sjónlist og flutning. Hún hefur selt yfir 20 milljón platna um allan heim og heldur áfram að veita hlustendum sínum innblástur og ögra þeim með djarfri sköpunarsýn. Björk hefur alltaf tekið nýrri tækni fagnandi og notað til að auðga listfengi sína, allt frá marglofaðari plötu hennar Biophiliu til umlykjandi sýndarveruleika Vulnicuru VR. Með Cornucopiu, hefur hún endurskilgreint hvað það þýðir að vera tónlistarflytjandi á 21. öldinni, með því að blanda
saman tónlist, leikhúsi og sjónlist til að koma áfram skilaboðum um von og seiglu í umhverfismálum.