Boðað var til „áríðandi skyndimótmæla“ fyrir utan utanríkisráðuneytið í Reykjavík í kvöld eftir að umdeild frétt BBC um meintan yfirvofandi ungbarnadauða í Palestínu fór í dreifingu.
Það var félagið Ísland-Palestína sem boðaði til mómælanna en kveikjan var frétt BBC, sem birt var deginum áður og vísaði til ummæla Tom Fletcher, yfirmanns mannúðardeild Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann sagði: „There are 14,000 babies that will die in the next 48 hours unless we can reach them,“ eða að 14.000 börn myndu láta lífið á næstu 48 klukkustundum ef neyðaraðstoð myndi ekki berast samstundis.
Þegar leitað var frekari skýringa kom í ljós að fullyrðingin byggðist ekki á staðreyndum um yfirvofandi dauða heldur á árlegri matarskýrslu frá IPC (Integrated Food Security Phase Classification).
Skýrslan sem vitnað var í á við 14.100 tilvik alvarlegrar vannæringar hjá börnum á aldrinum sex til 59 mánaða á tímabilinu apríl 2025 til mars 2026.
Hún segir ekki til um bráðahættu á dauða 14.000 barna innan 48 klukkustunda.
Þegar þessi misvísandi framsetning kom í ljós sendi UNOCHA (mannúðarskrifstofa SÞ) frá sér skýringu þar sem tekið var fram að þörf væri á tafarlausri aðstoð til að koma í veg fyrir möguleg dauðsföll, en tekið fram að fullyrðingar um að 14.000 börn myndu láta lífið innan 48 klukkustunda væru ekki réttar.
