Conor McGregor slær mann niður á næturklúbbi á Ibiza

Fyrrum UFC meistarinn Conor McGregor olli miklu fjaðrafoki á næturklúbbi á Ibiza um helgina þegar hann réðst snögglega á annan mann og sló hann niður með tveimur höggum.

Á myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá McGregor í samræðum við ónefndan karlmann.

Auglýsing

Skyndilega virðist hann reiðast, slær manninn tvisvar í andlitið og við það fellur maðurinn til jarðar.

Vitni að atvikinu segja að manninum hafi verið hent út af dyravörðum í kjölfarið, á meðan McGregor hélt áfram að skemmta sér innan dyra með félögum sínum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McGregor lendir í átökum á almannafæri.

Hann hefur áður verið kærður og sakfelldur fyrir líkamsárásir, meðal annars fyrir að kasta drykk í mann á krá í Dublin og fyrir að slá gamlan mann í andlitið árið 2019.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing