Ed Sheeran lýsir því þegar hann hélt að hann myndi deyja á Íslandi

Ed Sheeran rifjaði nýverið upp atvik á Íslandi þar sem hann hélt í alvöru að hann væri að deyja.

Hann sagði söguna í The Graham Norton Show, einum vinsælasta spjallþætti heims, þar sem hann lýsti því hvernig ferð til Íslands á 25 ára afmælisdegi hans endaði með brunasárum og ógnvekjandi augnabliki við virkt eldfjall þar sem hann hélt að allt væri búið.

Auglýsing

„Ég fór til Íslands til að sjá norðurljósin og við fórum upp að eldfjalli. Þeir sögðu við okkur: Ekki fara út af göngustígunum, það er hættulegt. En ég tók því ekki alvarlega,“ sagði Sheeran.

Hann lýsti því hvernig hann sá lítið hver sem sauð í og gekk að honum þrátt fyrir viðvaranir. „Þeir öskruðu á mig: Ekki fara þangað! En áður en ég vissi af, rann ég til og jarðvegurinn gaf sig.“

„Það var eins og allt gerðist hægt, ég hugsaði: Jæja, svona fór það. Þetta er bara búið. Ég hélt ég væri að fara að deyja.“

Hann var í þykkum Timberland skóm sem stáltá sem hugsanlega björguðu fætinum, en hann fann hvernig hann sökk niður og yfirþyrmandi brunatilfinning var það eina sem hann fann.

„Ég fann bara fyrir þessari tilfinningunni eins og fóturinn hafi bráðnað og öskraði eins og brjálæðingur,“ sagði hann.

“Þeir öskruðu á mig að fara ekki úr en ég gerði það samt og öll húðin af fætinum fylgdi með sokknum.”

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing