Cerys Vaughan rýfur þögnina. Henni var bannað að spila fótbolta fyrir að spyrja ,,trans“ andstæðing ,,Ertu karlmaður?“
Um hana hefur verið rætt í sjónvarpi, á netinu og á þingi.
Hún er tákn baráttunnar gegn körlum, sem segjast konur, og spila í kvennaíþróttum. Fáir vita hver hún er.
Þar til nú
Stúlkan heitir Cerys Vaughan.
Hún rýfur þögnina um réttarhöld knattspyrnusambandsins og þá ótrúlegu atburði sem hafa fylgt í kjölfarið.
Hún óttaðist að segja sögu sína, líka nafnlaust, vegna hótunar um að leikjabanni hennar verið framlengt.
Nú er hún tilbúin að segja Telegraph Sport söguna, sem er eina blaðið sem hefur fjallað um þrautagöngu hennar og hélt nafnleyndinni.
Hún hefur samþykkt að tjá sig eftir þrjá tímamótaúrskurði í tengslum við mál hennar.
Fyrstur þeirra var árangursrík áfrýjun á sex leikja banninu sem hún fékk í október.
Annar var úrskurður hæstaréttar í síðasta mánuði um einkynja rými sem var kveðinn upp nokkrum mínútum eftir að henni var sagt að málið gegn henni væri fellt niður.
Að lokum sá þriðji var tilkynning knattspyrnusambandsins að ,,trans-konum“ væri bannað að spila í kvennadeildum á Englandi.
Ljóst er að þessari ungu knattspyrnukonu var refsað fyrir að segja sannleikann, karlmaður er karlmaður þó hann segist vera kona
Kvennadeildir eru bara fyrir konur. Eftir þetta sannfærðist hún að loks að það væri óhætt fyrir hana að stíga fram.
Harður dómur fyrir sannleikann
Cerys var engu að síður kvíðin þegar hún samþykkti að hittast – daginn eftir tilkynningu – í hlýjum og sólríkum Leyland Park í Hindley, nálægt Wigan.
Foreldrar hennar mættu með henni en þau hafa staðið eins og klettur með dóttur sinni sem varð 18 ára í janúar.
Hún er hógvær um eigin hæfileika og telur sig ekki nógu góða til að verða atvinnumaður.
Hún fer vandlega í gegnum þetta allt aftur: hvernig hún spurði ,,trans“ andstæðing með ,,skegg“: „Ertu karlmaður?“; hvernig hún vakti áhyggjur dómarans; hvernig hún stóð frammi fyrir því að leikmaður Laces sem tilkynnti hana síðan til Kick It Out, sem kom af stað rannsókn Lancashire FA.
Hún neitaði ásökunum en var dæmd sek af National Serious Case Panel og dæmd í sex leikja bann.
Allt þetta ferli leiddi til þess að hún var kærð fyrir að segja: ,,Ertu karlmaður?“, ,,Þetta er karlmaður“, ,,Ekki koma hingað aftur“ eða álíka athugasemdir.
Henni var sagt að hún ætti yfir höfði sér allt að 12 leikja bann, refsingu sem hún segir að hefði getað breytt lífi hennar.
Ljóst má vera að hér er það stúlka sem þarf að víkja fyrir karlmanni, sem skilgreinir sig sem konu, í kvennadeild.
Sanngjarnt?
Refsað fyrir sannleikann
Hún hélt í einlægni sinni að málið myndi aldrei ná svona langt.
En seint og um síðir gerðist það sem allar konur biðu eftir, að fá staðfestingu á hvað kona er.
Cerys segir; ,,Þeir hafa í rauninni viðurkennt að ég hafði rétt fyrir mér,“ sagði hún. ,,Ef úrskurður hæstaréttar hefði verið til staðar þegar ég spurði upphaflegu spurningarinnar hefði mér aldrei verið refsað fyrir neitt.“
,,Ég vil að enska knattspyrnusambandið biðjist afsökunar á framkomu þeirra við mig. Þetta var mjög langt og langdregið mál og algerlega að ástæðulausu,“ segir þessi hugrakka stúlka.
Ljóst er að þessari ungu knattspyrnukonu var refsað fyrir að segja sannleikann, karlmaður er karlmaður þó hann segist vera kona.
Karlmenn eiga ekkert erindi í kvennaíþróttir eða í einkarýmum þeirra.
Á þennan hátt hefur konum verið refsað til að friðþægja örhóp sem ætti að leita eigin leiða til að lifa lífinu í stað þess að troða réttindum kvenna um tær eins og í þessu tilfelli.