Einn vinsælasti hlaðvarpsstjórnandi heims gagnrýndur harðlega eftir umdeilt viðtal við Bonnie Blue

Viðtal bandaríska hlaðvarpsstjórnandans Matan Even við klámstjörnuna Bonnie Blue hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hann setti upp tjald og vörð í svokölluðum „haz-mat“ búning milli sín og klámstjörnunnar.

Að eigin sögn gerði hann þetta til að smitast ekki af „hverju því sem Blue gæti borið með sér.“ Auk þessarar óvenjulegu uppsetningu grínaðist Even með aldur og útlit gestsins. Viðtalið, sem hefur nú farið eins og eldur í sinu á netinu, hefur vakið hörð viðbrögð og umræðu.

Auglýsing

Þess má geta að Even er þekktur fyrir að vera með erfiðar og ögrandi spurningar fyrir gesti sína og óvenjulegt skopskyn sem hefur gert hann að einum vinsælasta hlaðvarpsstjórnanda heims.

Hazmat-búningur og tjald hindrun valda hneykslun

Margir áhorfendur túlkuðu þessa uppsetningu sem niðurlægingu gagnvart Blue og eineltistilburði sem ætlað var að vekja athygli.

Á meðan á samtalinu stóð gerði Even ítrekaðar athugasemdir um aldur og útlit Bonnie, sem mörgum þótti óviðeigandi og móðgandi.

Þetta varð til þess að fólk fór að ræða hvernig opinberir aðilar bera ábyrgð á orðræðu og framkomu í þáttum sem þessum.

Samfélagsmiðlar loga

Eftir birtingu klippunnar stóð ekki á viðbrögðum fólks á samfélagsmiðlum.

Einn notandi skrifaði:

„Ef þau gera þetta við Bonnie Blue, þá myndu þau líklega setja mig í sóttkví í 180 daga fyrst, ég er svo óhrein.“

Annar sagði einfaldlega:

„Sturluð vanvirðing.“

Viðtalið hefur nú fengið milljónir áhorfa en Bonnie Blue sjálf hefur ekki tjáð sig um málið opinberlega. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing