Auglýsing

Ekki bara Kristján Loftsson sem vill fá leyfi til að veiða hval

Samkvæmt frétt vísir.is eru alls fjögur fyrirtæki búin að sækja um leyfi til hvalveiða hjá matvælaráðuneytinu. Eins og kunnugt er hefur fyrirtækið Hvalur hf. sótt um veiðileyfi á langreyði en hin félögin þrjú sem sótt hafa um leyfi eru Útgerðafélagið Vonin ehf., Tjaldtangi ehf. og Fasteignafélagið Ból ehf. en þessu þrjú félög hafa sótt um leyfi til hrefnuveiða.

 

Bjarni Benediktsson sem gegnir hlutverki matvælaráðherra í sitjandi starfsstjórn,  segist hafa rætt stöðu Jóns Gunnarssonar og að þann 7. nóvember hafi Bjarni upplýst ráðuneytisstjóra um að Jón ætti ekki að koma að meðferð umsókna um leyfi til að stunda hvalveiðar.

 

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing