Embætti sérstaks saksóknara fórnaði réttarríkinu til að styrkja stöðu stjórnmálamanna

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi bankamaður, var með réttarstöðu sakbornings í heilan áratug á meðan sérstakur saksóknari rannsakaði hann á eftirárum hrunsins. Hann fékk að lokum skilorðsbundin dóm fyrir hlutdeild að umboðssvikum í hinu svonefnda Stím-máli, 10 árum frá húsleit og handtökum. Hann hefur skrifað ötullega frá hruni um starfsaðferðir og kúltúr embættis sérstaks saksóknara og málar þar ekki fagra mynd.

Mannréttindadómstóll skoðar málið

Þorvaldur Lúðvík hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en nú hillir undir 15 ára afmæli málavafstur vegna þessa. Mannréttindadómstóll Evrópu er með mál hans til meðferðar og er niðurstöðu að vænta á næstunni. Þorvaldur segir sögu sína í miklu viðtali hjá Frosta Logasyni á efnisveitunni Brotkast.

Auglýsing

Við vorum náttúrulega með skrýtið andrými þarna og skrýtið andrúmslofti í samfélaginu. En það var einhvern veginn ef þú varst bara bankamaður þá varstu réttdræpur.”

Skipulagðir gagnalekar til að búa til stemmingu í samfélaginu

Þorvaldur er einn þeirra sem telur nýleg mál um gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara veita innsýn í hvernig umgengni embættisins við lög og mannréttindi hafi verið á skjön við reglur réttarríkisns. Vill hann meina að meginregla embættisins hafi verið að rannsaka öll mál til sektar og aldrei sýknu og að til þess hafi hinum ýmsu óvönduðu meðulum verið beitt.

Eva Joly sem var sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í rannsóknum á hrunmálum hafði nú gefið út leiðbeiningar um að það gæti verið gott að vera með sérvalda leka til þess að að móta andrúmsloftið eins og það var orðað.”

Á árunum eftir hrun varð alþekkt að lekar bárust til valinna fjölmiðla frá embætti sérstaks saksóknara, Þorvaldur vill meina að þetta hafi verið gert til að kynda undir ákveðna stemningu og eitra andrúmsloftið í samfélaginu enn frekar.

Fjölmiðlar vissu af stöðu hans á undan honum

Þorvaldur Lúðvík rekur til að mynda hvernig honum varð kunnugt um réttarstöðu sína sem grunaðs manns í Kaupþingsmáli frá ritstjóra Kastljóss, Sigmari Guðmundssyni, sem þá virtist vita allt um réttarstöðu manna og grunsemdir embættis sérstaks saksóknara. Þorvaldur Lúðvík hafði þá ekki fengið neinar upplýsingar þar að lútandi frá embættinu og gat því engu svarað, enda fullkomlega án vitneskju.

Það var náttúrulega talað um það á sínum tíma að það væru miklir gagnvegir á milli sérstaks saksóknara og síðan sérstaklega RÚV sem gat mjög auðveldlega kynnt upp stemninguna. Það var líka vel þekkt í hrunsmálum að ljósmyndarar Fréttablaðsins, Vísis, Morgunblaðsins og annarra voru gjarnan mættir fyrir utan vinnustaði og heimili manna áður en að handtaka til dæmis fór fram. En Eva Joly sem var sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í rannsóknum á hrunmálum hafði nú gefið út leiðbeiningar um að það gæti verið gott að vera með sérvalda leka til þess að að móta andrúmsloftið eins og það var orðað.”

Kastljós með beina línu til embættisins

Þorvaldur segir augljóst að Kastljós hafi verið með upplýsingar frá embættinu og hafi unnið fréttir í samræmi við það. Fréttaskýring RÚV sama kvöld hafi síðan verið með nafna- og myndbirtingum af mönnum í þessu máli (sem sumir hverjir voru aldrei ákærðir) og ritstjórinn lauk fréttaskýringunni með því að segja “engan sakborning hafa viljað tjá sig”.

Þetta var stóra markaðsmisnotkunarmálið svokallaða, og ég fékk stöðu sakbornings í því máli í mjög skamman tíma. Svo var því bara aflétt og ég veit ekkert frekar um hvernig sú rannsókn var því ég fór ekki í neinar yfirheyrslur sem því tengdust.”

Handahófskenndar aðgerðir

Þorvaldur fullyrðir að margar húsleitir og handtökur embættis sérstaks saksóknara hafi verið án sýnilegra ástæðna. Til dæmis hafi menn verið settir í einangrunarvist mörgum árum eftir að meint brot höfðu átt að eiga sér stað. Með þessu segir Þorvaldur að sérstakur saksóknari hafi viljað sýna ákveðna mynd sem gæti réttlætt tilurð embættisins og frekari fjárveitingar til þess.

Til hvers var þetta gert svona mörgum árum eftir meint brot? Það var til dæmis ýmislegt hirt hjá mér. Allt nema það sem ég taldi að skipti máli sem voru mínar vinnudagbækur. Ég fór svo með þær sjálfur til saksóknara vegna þess að ég taldi og tel enn að ég hafði ekkert að fela og sýndi þeim bara gjörið svo vel þetta er það sem ég var að gera þessa daga sem þið eruð að rannsaka.”

Rannsókn sett á svið til að segja sögu, ekki skera úr um sekt

Þorvaldur segir sérstakan saksóknara aldrei hafa rannsakað jafnt til sektar og sýknu, svo sem lögboðið er, heldur hafi öll aðferðarfræði embættisins gengið út á að sýna sakborninga í annarlegu ljósi. Í viðtalinu rekur Þorvaldur Lúðvík hvernig upphaflegar grunsemdir í Stím málinu hafi verið afsannaðar á fyrstu þrjátíu mínútum húsleitar og handtöku, en málinu hafi síðan verið haldið áfram með hléum næstu 4 ár á eftir þar sem öllum steinum hafi verið snúið við til að finna eitthvað til að réttlæta atganginn.

Ég hef haldið áfram að tuddast í því að reyna að hafa það sem rétt er rétt og halda því á lofti að menn fóru algjörlega fram úr sér í málatilbúnaði og síðan í rannsóknum og starfsaðferðum við það að búa til sakamenn úr blásaklausu fólki“

Stóra málið var að það var svo hátt reitt til höggs, og af því að menn fóru af stað með svona miklum látum að þá varð einhvern veginn að halda áfram að rannsaka. Halda áfram að reyna að finna eitthvað og þá held ég að menn hafi farið út á villigötur við að beita ýmsum meðulum bara til að reyna að finna eitthvað. Þegar í ljós kom að það var ekki eftir neinu að slægjast og að við höfðum ekki haft rangt við að þá fóru menn bara að beygja reglurnar og búa til eitthvað sem hægt var að halda áfram með.“

Átt við sönnunargögn

Þorvaldur Lúðvík fullyrðir í viðtalinu að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi ýmist átt við sönnunargögn sem bentu í aðra átt en embættinu þóknaðist, eða einfaldlega látið þau týnast þegar það hentaði. Þá segir hann einhverjum gögnum einnig hafa verið haldið frá meðmálinu með dómi. Þetta eru auðvitað grafalvarlegar ásakanir.

Við vissum að það væri til staðar gögn sem mundu geta sýnt fram á að þetta sem sérstakur héldi fram væri rangt. Við bentum þeim á hvar þau gögn væru að finna en þá var náttúrulega búið að taka alla vefþjóna og ýmislegt fleira en við vissum að þessi gögn væru þarna til staðar. Svo kom sérstakur til okkar og sagði, því miður gögnin eru týnd, eða þau glutruðust niður eða eitthvað svoleiðis. Svo var í einhverjum tilvikum þar sem gögnunum var haldið frá máli með dómi og sá sem stimplar upp á það var sami dómari og síðar dæmdi málið. Í mínum huga stenst þetta ekki nokkra skoðun.”

Ríkisstyrkt ofbeldi

Þorvaldur talar í þessu sambandi um ríkisrekið ofbeldi gegn borgurum og að það hafi verið normaliserað þegar embætti sérstaks saksóknara hafi fengið að fara fram án aðhalds frá ríkissaksóknara eða dómsmálaráðherrum tímabilsins.

Þeir héldu svo áfram að rannsaka málið í fjögur ár. Þeir hættu rannsókn í tvígang af því að það bara fannst ekkert. En svo varð í rauninni kúvending í þeirra rannsókn þegar að þeir fundu uppljóstrara. Mann sem kaus að vitna gegn sínum kollegum í Glitni banka. Sakborningur sem hafði verið með mjög staðfastan framburð um sína vinnu og atburði alveg þangað til að svo var ekki lengur og hann tók u-beygju. Við komumst að því síðar að hann hafði fengið sakaruppgjöf frá ríkissaksóknara gegn því að hann myndi syngja einhvern söng sem saksóknari vildi að hann syngdi.”

Misnotkun á réttarríkinu

Réttarríkinu segir Þorvaldur hafa verið fórnað til að styrkja veika stjórnamálastétt og að embætti sérstaks saksónara hafi verið att á foraðið af forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hafi hvatt menn áfram með steyttum hnefa þegar hún sagði þeim að “ná þessum andskotum!”

Ég hef haldið áfram að tuddast í því að reyna að hafa það sem rétt er rétt og halda því á lofti að menn fóru algjörlega fram úr sér í málatilbúnaði og síðan í rannsóknum og starfsaðferðum við það að búa til sakamenn úr blásaklausu fólki. Ég geri þetta vegna þess að að ég vil ekki að börnin mín geti lent í þessu. Ég ég veit alveg hvernig það er að ganga um bæinn með stimpil á bakinu um það að vera sko sökudólgur eða vera einhver þjófur eða þrjótur. Við getum öll verið breysk og mannleg, en við viljum ekki að kerfin okkar séu breyskari og mannlegri en við. Kerfum og grunngildum verðum við að geta treyst.”

Hægt er að sjá nokkur brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á allan þáttinn geturðu tryggt þér áskrift að Brotkast.is hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing