Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur höfðað mál gegn Tékklandi, Spáni, Kýpur, Póllandi og Portúgal fyrir að hafa ekki komið Digital Services Act (DSA) til framkvæmda eins og þeim ber skylda til.
Ríkin hafa annaðhvort hvorki skipað sérstakan aðila eða stofnun til að innleiða lögin í landinu eða ekki gefið þeim nógu mikið vald að mati Evrópusambandsins til að setja lög sem kveða á um viðurlög við brotum á reglugerðinni.
Hvað er Digital Services Act?
DSA er ný heildarlöggjöf Evrópusambandsins sem gildir um stóra hýsingaraðila og stafrænar þjónustur í öllum aðildarríkjum sambandsins.
Lögin eru sögð krefjast þess að netfyrirtæki grípi til aðgerða gegn ólöglegu og skaðlegu efni, tryggi aukið gegnsæi í auglýsingum og notkun persónuupplýsinga svo dæmi séu nefnd.
Stærstu fyrirtækin, risa þjónustuaðilar (Very Large Online Search Engines) á borð við Google, Meta og Amazon, lúta sértækum og strangari reglum samkvæmt DSA.
Vaxandi gagnrýni – áhyggjur af tjáningarfrelsi og gagnasöfnun
Töluverð gagnrýni á lögin hefur komið fram frá samtökum sem tengjast borgaralegum réttindum og frjálsum fjölmiðlum.
Samtökin Electronic Frontier Foundation (EFF) hafa varað við að DSA veiti stjórnvöldum heimildir til að fjarlægja efni og krefjast upplýsinga um nafnlausa notendur án fullnægjandi lagalegs eftirlits.
Önnur samtök, eins og ADF International, hafa bent á að hugtök á borð við „rangfærslur“ og „hatursorðræðu“ séu óskýr og geti verið notuð til að þagga niður í lögmætum skoðunum.
Google staðið að því að vinna gegn lögunum – þurfti að biðjast afsökunar
Þekktasti áreksturinn kom þegar Google var staðið að því að reyna að vinna gegn einstökum ákvæðum DSA.
Skjöl sem láku til fjölmiðla sýndu hvernig fyrirtækið lagði á ráðin um að þrýsta á evrópska ráðamenn til að draga úr kröfum á fyrirtækin.
Málið varð svo umfangsmikið að forstjóri Google, Sundar Pichai, neyddist til að biðjast afsökunar í persónu við Thierry Breton, framkvæmdastjóra innri markaðsmála hjá ESB.
Bandarísk stjórnvöld gagnrýna lögin einnig
Brendan Carr, háttsettur embættismaður hjá bandarísku fjarskiptastofnuninni FCC, hefur sagt að DSA samræmist ekki bandarískri hefð um tjáningarfrelsi og kunni að valda vandræðum fyrir bandarísk fyrirtæki sem starfa á Evrópumarkaði.
DSA er eitt umfangsmesta lagaverk ESB á sviði stafrænnar þjónustu til þessa, en gagnrýnin á lögin heldur áfram að aukast samhliða því sem þau taka gildi af fullum þunga.