Evrópuþingmenn grunaðir um að þiggja mútur – 21 húsleit í Brussel

Evrópuþingið hefur bannað hagsmunagæslufólki Huawei aðgang að húsnæði þingsins eftir að nokkrir einstaklingar voru handteknir í tengslum við rannsókn sem beinist að kínverska tæknifyrirtækinu.

Belgísk yfirvöld gruna Huawei um að hafa greitt þingmönnum Evrópuþingsins mútur.

Auglýsing

Í yfirlýsingu frá Evrópuþinginu  kemur fram að bannið sé varúðarráðstöfun samkvæmt öryggisreglum þingsins og taki þegar gildi.

Handtökur í kjölfar rannsóknar blaðamanna

Handtökurnar komu í kjölfar rannsóknar belgíska dagblaðsins Le Soir og annarra fjölmiðla, þar sem fram kom að hagsmunagæslumenn fyrir hönd Huawei hefðu greitt núverandi eða fyrrverandi þingmönnum fyrir að styðja stefnu fyrirtækisins innan Evrópu.

Um 100 lögreglumenn framkvæmdu 21 húsleit í Brussel, Flandern, Vallóníu og Portúgal.

Rannsóknardómari óskaði jafnframt eftir að lokað yrði skrifstofum tveggja aðstoðarmanna þingmanna innan Evrópuþingsins.

Hyggjast vinna með lögreglunni

Huawei greindi frá því að fyrirtækið tæki ásakanirnar alvarlega og hygðist „hafa tafarlaust samband við rannsakendur“ og bjóða fulla samvinnu.

Huawei, sem framleiðir farsíma og er stærsti framleiðandi netbúnaðar fyrir síma- og netveitur í heiminum, hefur verið miðpunktur togstreitu milli Bandaríkjanna og Kína vegna tækni og viðskipta.

Nokkur Evrópulönd hafa bannað búnað Huawei í 5G-kerfum vegna hugsanlegra öryggisbresta, en fyrirtækið hefur ítrekað neitað öllum ásökunum um njósnir.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing