Ekkert bólar á dauðanum, hvað þá volæðis voninni. Lífið skröltir áfram, af gömlum vana, með fangið fullt af spurningum.
Fangelsin svelta en vopnin eru brauðfærð
Það er ömurleg staðreynd að íslensk fangelsi skorti fjármagn til að halda úti daglegum rekstri, á sama tíma og ríkisstjórnin dælir milljörðum í stríðsrekstur, sem er ekkert annað en birtingarmynd forheimskunnar.
Aukin fjárlög til löggæslu var þarft verk, en enginn hugsun um eftir leikinn. Aukin löggæsla þýðir fleiri dómar, fleiri dómar kalla á fleiri fangelsis pláss, pláss sem ekki eru til. Dómar safnast upp og tugir dóma fyrnast á borðum kerfisins.
Snaran frá Brussel og stríðsleikirnir
Á sama tíma virðist ríkisstjórnin vera upptekin í einfeldni sinni af vinsældakeppni á alþjóðavettvangi.
Hún leggur meiri áherslu á að stilla sér í röð með NATO og Evrópusambandinu og taka þátt í stríðsleikjum sem er andstæðan við það sem íslenska þjóðin vill.
Land sem á sér langa sögu friðar, þjóðin er þvinguð inn í átök sem eru henni fjarlæg og gagnslaus.
Hvað græðir Íslenskt samfélag annað en að vera að eins konar leiksoppi, með snöru böðulsins um hálsinn?
Einræðistilburðir í skjóli vinsælda
Það sem gerir málið enn alvarlegra er að almenningur er farin að upplifa einræðistilburði af hálfu þessarar ríkisstjórnar.
Valdið er fært frá samfélaginu og inn í þröngan hring ráðamanna sem taka ákvarðanir í skjóli „valdhafa“.
Þau forðast lýðræðislega umræðu og líta á gagnrýni sem óþarfa hávaða.
Þetta er hættuleg þróun sem á að vekja upp rauð flögg hjá þeim sem bera hag samfélagsins fyrir brjósti.
Stöðvum vitfirruna
Hvernig getur verið réttlætanlegt að moka ríkistekjum okkar í óskilgreinda alþjóðlega drauma og stríðsrekstur á meðan íslenskir samfélagsinnviðir eru sveltir?
Hvernig er hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að það er mikil hniknun á innviðum samfélagsins á öllum stigum.
Það er kominn tími til að stöðva þessa vitfirru. Þjóð sem gleymir að standa vörð um sitt eigið fólk, sitt eigið samfélag og sitt eigið frelsi. Endar sem roðlaus beinagarður á jaðri alþjóðaleikvangnum.
Ólafur Ágúst Hraundal
Höfundur er lífskúnstner