Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti því yfir í lokaræðu sinni á þingi þann 21. maí að „innflytjendamál eru stærsta ógn sem Norðurlönd standa frammi fyrir í dag.“
Yfirlýsingin umdeilda kom í kjölfar vaxandi þrýstings frá hægri flokkum í danska þinginu sem krefjast harðari aðgerða í málefnum útlendinga.
Frederiksen lagði áherslu á að núverandi alþjóðasamningar og mannréttindareglur væru orðnar úreltir og hindruðu nauðsynlegar aðgerðir, svo sem hraðari brottvísanir þeirra sem hafnað hefur verið um hæli.
Hún sagði nauðsynlegt að „endurmeta grundvöll alþjóðlegra skuldbindinga“ og að norræn ríki yrðu að taka sameiginlegt frumkvæði til að verja öryggi sitt.
„Við getum ekki haldið áfram að loka augunum fyrir því að kerfið er komið að þolmörkum. Þegar við segjum að eitthvað sé mannúðlegt þurfum við líka að spyrja: Fyrir hvern?“ sagði Frederiksen.
Yfirlýsing hennar hefur þegar vakið sterk viðbrögð innanlands og víðar á Norðurlöndum.
Sumir þingmenn saka hana um að spila á ótta og skauta fram hjá skyldum Danmerkur við Genfarsáttmálanum og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið í brennidepli í dönskum stjórnmálum síðustu ár og hefur ríkisstjórn Frederiksen tekið mun harðar á slíkum málum en forverar hennar.
Á sama tíma og þessi ummæli féllu, voru háværar raddir í þinginu um að taka upp samnorræna stefnu í þessum málum.
Að sögn Frederiksen gæti norrænt samráð um breytingar á alþjóðasamningum verið lykillinn að því að ná raunverulegum árangri.