Fyrrum framkvæmdastýra samtaka sem þáðu 150 milljón frá Íslendingum segir rödd Íslands mikilvægari en nokkru sinni

Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum hinsegin fólks, Jessica Stern, segir að mikið bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim eftir að Bandaríkjaforseti dró úr stuðningi við málaflokkinn. Hún óttast að fleiri hinsegin einstaklingar muni láta lífið vegna vaxandi ofsókna og segir að rödd Íslands hafi aldrei verið mikilvægari.

Bandaríkin hafi dregið sig í hlé

Jessica Stern gegndi embætti sérstaks sendifulltrúa Bandaríkjanna í málefnum hinsegin fólks í um fjögur ár. Starfið var lagt niður þegar Donald Trump tók við sem forseti. Hún segir stefnubreytinguna hafa haft víðtæk áhrif á alþjóðleg samtök.

Ísland með sterkustu vernd í heimi

Auglýsing

Jessica segir að leiðtogahlutverk Íslands skipti nú meira máli en nokkru sinni fyrr.

„Nú er forysta Íslands í réttindum hinsegin fólks á heimsvísu mikilvægari en nokkru sinni. Við sjáum lönd eins og Bandaríkin og Argentínu, sem áður voru sterkir bandamenn, draga sig til baka.

Það þýðir að vinirnir sem eftir eru, þeir sem trúa á jafnan rétt allra, þurfa að axla enn stærra hlutverk. Ísland hefur samkvæmt flestum mælikvörðum sterkustu lög og bestu vernd í heimi fyrir hinsegin fólk.“

Jessica Stern starfar nú sem fræðimaður við Carr-Ryan Center for Human Rights við Harvard Kennedy School og stofnaði á þessu ári samtökin Alliance for Diplomacy and Justice ásamt fyrrverandi sendiherrum og sendifulltrúum til að setja mannréttindi í forgrunn bandarískrar utanríkisstefnu.

Hvort þau samtök munu hljóta styrk frá Íslandi í framtíðinni á eftir að koma í ljós.

Starfaði áður hjá samtökum sem fengu styrk frá Íslandi

Áður gegndi hún embætti framkvæmdastjóra hinsegin réttindasamtakanna OutRight Action International, sem hafa í gegnum tíðina fengið verulegan stuðning frá íslenskum stjórnvöldum, meðal annars 150 milljónir króna í styrki frá utanríkisráðuneytinu, en ekki var minnst á þann hluta starfsferils hennar í frásögn Vísis.

Stern stýrði samtökunum í nær tíu ár, frá 2012 til 2021, og hafði um 292 þúsund dollara, eða um 41 milljón króna, í árslaun árið 2022 samkvæmt opinberum gögnum.

Stern sagði starfinu lausu þegar hún var skipuð sérstakur sendifulltrúi í málefnum hinsegin fólks af Biden stjórninni og sagðist þá þakklát fyrir að hafa fengið að leiða „sterkustu og heiðarlegustu“ stofnun sem hún hefði kynnst.

Framlag Íslands til samtakanna dugir ekki fyrir launakostnaði hæstlaunuðustu starfsmannanna

Núverandi framkvæmdastjóri, Maria Sjoedin, var með aðeins lægri laun fyrir árið 2024, eða einungis 290.000 dollara.

Hér fyrir neðan má sjá laun 9 launahæstu starfsmanna samtakanna.

Launakostnaður níu hæst launuðustu starfsmannanna er því tæplega 1,7 milljónir dollara eða 263,5 milljónir íslenskra króna.

Þar sem styrkur Íslands nær yfir 18 mánaða tímabil dugir hann því eingöngu til þess að greiða laun þriggja launhæstu starfsmanna samtakanna yfir það tímabil, en á því eru laun þeirra Mariu Sjoedin, Elise Colomer Cheadle og Michelle Blankenship eru 1,084,883 milljónir dollara, eða 151 milljón íslenskra króna.

Það vantar því eina milljón króna til þess að framlag Íslands dugi fyrir launakostnaði toppanna þriggja fyrir það tímabil sem gefið er upp og ef engir aðrir styrkir berast samtökunum er ekki ólíklegt að aðrir starfsmenn muni þurfa að vinna sitt óeigingjarna starf í þágu samtakanna launalaust.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing