Valencia og nærliggjandi svæði urðu enn á ný fyrir gríðarlegum veðurofsa fyrir um viku síðan þegar kröftugt fárviðri með hagli og úrhelli fór yfir héraðið.
Íbúar rifja nú upp áfallið frá október 2024 þegar DANA-óveðrið kostaði 224 mannslíf og olli gríðarlegu eignatjóni.
Veðurstofan AEMET hafði gefið út appelsínugula viðvörun 6. maí vegna 20 mm rigningar á klukkustund og hagls, en margir kvarta yfir að símaaðvaranir hafi borist of seint.
Margir ökumenn festust á hraðbrautinni AP-7 og heimili fylltust af drullu í bæjum frá Utiel til Chiva.
Samhæfingarmiðstöð neyðarviðbragða sendi 1.000 manns til rýmingar og hreinsunar.
Hagl og flóð í tugum bæja
Í l’Olleria í Vall d’Albaida mældust 37,7 lítrar á fermetra á aðeins 20 mínútum og vindhviður náðu tæplega 80 km/klst.
Í norðanverðri Valencia var skelfilegt haglél sem brutu rúður í bílum og beygluðu þá all svakalega.
AEMET greinir frá óvenjulegri þróun stormsins sem gæti hafa verið svokallaður „cyclonic supercell“, sem einkennist af óvenjulegum vindáttum.
Brýnt neyðarástand og tafarlaus viðbrögð
Slökkvilið Valencia sinnti fjölmörgum útköllum, meðal annars vegna hugsanlegra elda af völdum eldingar og vegna yfirfullra holræsa og flóða.
Snjóplógar voru kallaðir út til að hreinsa hagl og götum lokað vegna hættu.
Valencia-borg tilkynnti að almenningsgarðar og kirkjugarðar yrðu lokaðir, og allar útivistar- og íþróttastarfsemi féllu niður í ljósi viðvarana.