Hælisleitandi sakaður um að hafa elt og myrt hótelstarfsmann – Sjáðu hrollvekjandi myndband úr eftirlitsmyndavélum

Réttarhöld standa nú yfir í Wolverhampton þar sem Deng Majek, hælisleitandi frá Súdan, er ákærður fyrir morð á 27 ára konu, Rhiannon Whyte, sem vann á flóttamannahótelinu þar sem hann dvaldi.

Saksóknarar segja hann hafa elt hana heim af vaktinni og myrt hana með skrúfjárni í „grimmdarlegri og stjórnlausri árás“.

Auglýsing

BBC sagði fyrst frá.

Sást elta hana á öryggismyndavélum

Í réttarhöldunum á þriðjudag var sýnt myndefni úr öryggismyndavélum sem sýnir Majek stara á Rhiannon á meðan hún vann á Park Inn hótelinu í Walsall kvöldið 20. október í fyrra.

Þegar hún lauk vaktinni elti hann hana frá hótelinu, í gegnum bílastæði og að lestarstöðinni Bescot Stadium.

Átta mínútum síðar sást hann á myndavélum ganga frá vettvangi yfir járnbrú og kasta farsíma Rhiannon í ána.

Að sögn saksóknara gekk hann þaðan í verslun, keypti sér drykk ogsneri síðan aftur á hótelið.

„Þegar hann kom til baka sést hann dansa og hlæja, greinilega í góðu skapi vegna þess sem hann hafði gert,“ sagði saksóknarinn, Michelle Heeley.

Stungin 23 sinnum – 11 högg í gegnum höfuðkúpuna

Rhiannon Whyte var stungin 23 sinnum með skrúfjárni, þar af 11 högg sem fóru í gegnum höfuðkúpuna.

Ein stungan skemmdi heilastofninn og varð henni að bana.

Aðrar stungur fundust á brjósti og á handleggjum hennar, sem bentu til þess að hún hefði reynt að verja sig.

Hringdi í vin rétt áður en hún var drepin

Rhiannon hringdi í vin sinn örfáum mínútum áður en ráðist vr á hana.

Hann heyrði tvö öskur áður en símtalið slitnaði.

Skömmu síðar fannst hún alblóðug á lestarstöðvarpallinum.

Engar deilur á vinnustaðnum

Rhiannon hafði unnið á hótelinu í um þrjá mánuði, þar sem hún sá um bæði matseld og ræstingu.

Samstarfsfólk hennar sagði engin vandamál hafa verið milli hennar og íbúa hótelsins.

Blóð Rhiannon fannst á fötum Majeks og DNA hennar undir nöglum hans.

Réttarhöldin standa nú yfir og er búist við að þau standi yfir í þrjár vikur.

Majek neitar sök.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing