HBO Max hefur göngu sína á Íslandi í júlí

10. júní 2025. Í dag tilkynnti Warner Bros. Discovery að streymisveitan HBO Max hefji formlega starfsemi sína á Íslandi í júlí í sumar og þar með gefst íslenskum áhorfendum kostur á að nálgast víðfrægar kvikmyndir og þætti úr smiðju HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals og Discovery.

Frá fyrsta degi munu áhorfendur á Íslandi hafa aðgang að óviðjafnanlegu úrvali af afþreyingu frá HBO, Warner Bros. Pictures, Max Originals, auk annars fjölbreytts efnis.

Auglýsing

Úrvalið felur í sér kvikmyndir eins og A Minecraft Movie og Harry Potter, sjónvarpsþætti á borð við The Last of Us, The White Lotus, House of the Dragon og The Pitt, í bland við nýjar seríur eins og Task og IT: Welcome to Derry sem eru væntanlegar.

• Streymisveitan HBO Max mun bjóða upp á vinsælar kvikmyndir eins og A Minecraft Movie og Harry Potter, þáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, House of the Dragon og The Pitt, ásamt nýjum þáttaseríum eins og Task og IT: Welcome to Derry.

• Alþjóðleg útbreiðsla HBO Max heldur því áfram og vettvangurinn nálgast aðgengi á 100 mörkuðum.

“Við erum virkilega spennt að koma með HBO Max til Íslands.Útbreiðslan er mikilvægur áfangi í hnattvæðingu HBO Max og er til marks um skuldbindingu okkar um að færa öllum áhorfendum heimsklassa efni.

Áskrifendur geta því spenntir notið úrvals streymisþjónustunnar sem sameinar gæðaefni frá HBO, Warner Bros. Pictures, Discovery, Eurosport og mörgu fleiru,” segir Christina Sulebakk, framkvæmdastjóri og aðstoðarforstjóri Warner Bros Discovery Nordics.

Íslenskir áhorfendur munu hafa aðgang að fjölbreyttu úrvali af þekktum kvikmyndum og þáttum frá upphafi og sífellt bætast við nýir titlar. Efni verður aðgengilegt á ensku með íslenskum texta á völdum titlum. Íþróttaskýringar verða á ensku.

Sveigjanleg verðlagning

HBO Max mun bjóða upp á tvær áskriftarleiðir* hérlendis sem eru hannaðar til að gefa áhorfendum sveigjanleika til að velja þá upplifun sem hentar þeim best:

1. Grunnáskrift: 12,99 evrur á mánuði eða 129 evrur á ári

Streymdu á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu. Inniheldur allt að 30 niðurhöl til að skoða án nettengingar (takmörk gilda).

1. Premium áskrift: 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári

Streymdu á allt að fjórum tækjum í 4K UHD með Dolby Atmos (þar sem það er í boði). Inniheldur allt að 100 niðurhöl (takmörk gilda).

HBO Max er fáanlegt í helstu tækjum eins og völdum farsímategundum, spjaldtölvum og nettengdum sjónvörpum. Áskrifendur geta greitt í gegnum helstu kortaútgefendur (Visa, Mastercard, Amex og PayPal) og með kaupum í forriti í Apple App Store, Google Play Store og Samsung Checkout.

Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir 5 evrur á mánuði sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni.**

Íþróttaviðbótin býður m.a. umfjallanir um stóra alþjóðlega viðburði eins og tennis Grand Slams (Roland-Garros og opna-ástralska meistaramótið), hjólreiðakeppnir (Tour de France, Giro d’Italia), snóker og akstursíþróttaviðburði eins og 24 stunda kappaksturinn Le Mans.***

Alþjóðleg útbreiðsla HBO Max kemur í kjölfar þess að Ástralíu og Tyrklandi var bætt við árið 2025. Frekari fjölgun markaða er fyrirhuguð síðar á árinu og fram á árið 2026, samhliða vaxandi eftirspurn eftir HBO MAX. WBD lauk fyrsta ársfjórðungi 2025 með 122,3 milljónir streymisáskrifenda, sem er aukning um 5,3 milljónir frá fyrri ársfjórðungi.

FYRIRVARAR

* Rásir og beinar útsendingar (þar sem það er í boði) innihalda auglýsingar. Allar sýningar geta innihaldið kostun og kynningarefni frá samstarfsaðilum.

**Grunnáskriftar er einnig krafist. Íþróttir innihalda auglýsingar og geta innihaldið kostunar- og kynningarefni.

***Íþróttaviðburðir árið 2025/26.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing