Auglýsing

Hermann vonar ennþá að Píratar komist ekki á þing

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann byrjaði með tvær hendur tómar en vann sig upp í íslensku viðskiptalífi. Ferill hans hófst á Hótel Holti árið 1978 en þar starfaði hann sem þjónn í sjö ár áður en hann hóf störf hjá Myllunni. Árið 1994 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og síðar keypti hann í félagi við aðra Bílanaust og tók sjálfur við rekstri þess sem framkvæmdarstjóri. Þaðan lá leið Hermanns svo í Olíufélagið þar sem hann varð síðar forstjóri N1. Í dag er Hermann, sem fyrr segir, framkvæmdastjóri Kemi og jafnframt stærsti eigandi þess félags.

Frosti spyr Hermann hvað hann teldi að myndi gerast ef Viðreisn, Samfylking og Píratar myndu mynda ríkisstjórn næstu 4 ár.

 

Hafa ekki lagt mikið jákvætt til uppbyggingar á Ísland

„Ég er nú að vona það ennþá að Píratar komist ekki inn á þing. Ég held að ef Vinstri grænir og Píratar detta út þá verður þessi kosningabarátta ekki til einskis,“ svarar Hermann og bætir við: „Mér finnst það hafa verið gríðarlegt ógagn í þessum flokkum þegar maður horfir á efnahagsmálin og framfarir í landinu. Þetta er ekki fólk sem hefur verið að leggja mikið jákvætt til uppbyggingar á Íslandi.“

Hermann segir að hann telji að ef ríkisstjórn sem væri samsett af Viðreisn, Samfylkingu og Flokks fólksins þá kvíði hann því ekki. „Þarna innanhúss er fólk sem hefur alveg vit á fjármálum, landsmálum og ríkisfjármálum og öllu þessu svo ég held að við séum ekki að fara að lenda í neinum „katastrófum““ segir Hermann.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing