Ísland þvert á flokka boðar til annars samstöðufundar – Allt um mótmælin 14. júní

Hópurinn Ísland þvert á flokka boðar til annars samstöðufundar á Austurvelli, í þetta sinn á laugardaginn 14. júní kl. 14:00.

Fundurinn er haldinn vegna óánægju með aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum hælisleitenda, þrátt fyrir sterk viðbrögð eftir fyrri mótmæli.

Auglýsing

Á meðal ræðumanna verða Sigfús Aðalsteinsson, Baldur Borgþórsson fyrrverandi varaborgarfulltrúi, Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og Ágústa Árnadóttir lýðræðissinni.

Hópurinn setur fram sex kröfur, þar á meðal að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi á meðan á bakgrunnsrannsókn stendur, að fjölskyldusameining verði felld niður í núverandi mynd og að gert verði fimm ára hlé á nýjum hælisumsóknum meðan kerfið er endurskoðað.

Nútíminn heyrði í skipuleggjanda mótmælanna, Sigfúsi Aðalsteinssyni

Hvers vegna er verið að mæta aftur að mótmæla eftir svona stuttan tíma?

„Eftir síðustu mótmæli taldi ég eftir samtöl við fólk úr hópnum að við ættum að hittast aftur fyrr en áætlað var.

Þingmenn létu vaða yfir okkur eld og eimyrju, þá sérstaklega þær Ása Berglind Hjálmarsdóttir og María Rut Kristinsdóttir.

Ríkisstjórnin fór í björgunargírinn og tilkynnti um vinnu við farþegalista, að glæpamenn afplánuðu heima fyrir og ræddu móttöku og brottvísunar úrræði.

Þetta er allt gott og gilt en augljóslega var þetta gert sem leið til að róa fólkið.

Þetta er allt gott og gilt og gleður okkur að eitthvað sé verið að gera en það er svo langt frá því að vera nóg!

Þá höfðu nokkrir vinstri menn algerlega misskilið tilgang mótmælanna og höfðu ófögur orð um þessa 1200-1500 manns sem komu saman á Austurvelli vegna málefna hælisleitenda og glæpamanna sem hingað streyma.

Því var ákveðið að efna til samstöðufundar með íslensku þjóðinni, til að sýna ríkisstjórninni og þeim sem ekki skilja mikilvægi þess að koma skikki á þennan málaflokk.“

Er fólkið sem þarna mætti seinast bara samansafn af rasistum?

„Held að það sé kominn tími til að þingmenn og vinstri menn axli ábyrgð á orðum sínum.

Það er ekki nokkur hluti “rasískur” í málflutningi Íslands þvert á flokka.

Þetta ofnotað orð er að verða nokkurs konar uppnefning og á ekkert skylt við okkar tilgang.

Við höfum sagt aftur og aftur að við fögnum þeim sem hingað koma til að vinna og samlagast menningu okkar.

Því miður er slíkt ekki að finna hjá mörgum þeim sem streyma inn í landið, leggjast á ríkisjötuna og gjafmildi landans.

Þá hafa vaxið hér glæpagengi sem engu eira. Við vísum þessu orðfæri því til föðurhúsanna.“

Af hverju ætli það séu svona margir sem eru að halda því fram?

„Við teljum að fólk almennt skilji ekki tilgang orðsins fyrst og fremst.

Tökuorðið “rasi” má þýða sem kynþáttur og af því er rasisti komið.

Okkar markmið hafa ekkert með kynþátt að gera og vísa þá til að allir sem vilja lifa samkvæmt okkar gildum og leggja til samfélagsins svo langt sem þjóðfélagið getur tekið á móti eru velkomnir.“

Af hverju ætti fólk að mæta á þessi mótmæli núna ef það mætti ekki seinast?

„Við vitum öll að sá mannfjöldi sem kom á mótmælin á Austurvelli 31. maí voru einskonar brautryðjendur.

Þeir sýndu öllum hinum að það gríðarlegur fjöldi sem hugsar það sama, vill verna land sitt og þjóð.“

Hefurðu trú á að stjórnvöld muni hlusta?

„Stjórnvöld geta ekki annað en hlustað!

Þau eru starfandi fyrir okkur, fólkið í landinu, ekki til einhverra einkastarfa í nefndum og ráðum út í heimi.

Þau eru málssvarar okkar, fólksins í landinu og því skylt að hlusta.

Við förum ekkert heldur erum við komin til að vera.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing