Alþjóðasundsambandið World Aquatics hefur úrskurðað að Ana Caldas, 47 ára, fái fimm ára bann frá allri þátttöku í sundkeppnum eftir að hafa neitað að gangast undir kynpróf.
Bannið gildir til október 2030 og öll verðlaun Caldas frá júní 2022 til október 2024 verða felld úr gildi.
Neitaði að gangast undir próf
Caldas, sem gengur einnig undir nafninu Hannah og fæddist í Portúgal, keppti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti öldunga 2024 og vakti mikla athygli eftir að hafa unnið fjölda greina með yfirburðum.
Þegar World Aquatics hóf rannsókn á kyni keppenda neitaði Caldas að gangast undir kynjapróf.
Í yfirlýsingu sagði Caldas að slíkar prófanir væru bæði „íþyngjandi og dýrar“ og að sjúkratryggingar í Bandaríkjunum myndu ekki greiða fyrir þær þar sem þær væru ekki læknisfræðilega nauðsynlegar.
„Engin bandarísk ríki krefjast slíkra prófa fyrir afreks- eða afþreyingarkeppnir,“ sagði Caldas og sagðist sætta sig við afleiðingarnar.
„Verð sem ég er tilbúinn að greiða“
„Fimm ára bann er verðmiðinn sem ég þarf að greiða til að verja mína persónuupplýsingar. Ég er tilbúin að greiða það verð,– fyrir sjálfa mig og allar konur sem ekki vilja gangast undir niðurlægjandi próf,“ sagði Caldas.
Rannsókn vegna ásakana um ósanngirni
Bannið kemur tveimur mánuðum eftir að US Masters Swimming, öldungasamband bandaríska sundmanna, hafði samþykkt að Caldas mætti keppa í kvennaflokki eftir að hafa sýnt fram á að vera „kvenkyns að öllu leyti“.
Ríkissaksóknari Texas ríkis hóf þó málaferli gegn sambandinu, þar sem hann hélt því fram að keppnin hefði verið ósanngjörn fyrir konur.
Paxton sakaði US Masters Swimming um villandi framsetningu og sagði sambandið hafa „svipt konur tækifæri til að ná árangri á hæsta stigi með því að leyfa körlum að vinna fjölda greina“.
Miklir yfirburðir í sundlauginni
Caldas vann í apríl 2024 allar helstu greinar í flokki 45–49 ára kvenna á mótinu í San Antonio í Texas, 50 og 100 metra bringusund, 50 og 100 metra frjálsar greinar og 100 metra fjórsund.
Caldas sigraði meðal annars 50 metra bringusund með þriggja sekúndna mun, sem er mjög mikið forskot í sundi.
Samtökin Independent Council on Women’s Sports (ICONS) sögðu muninn „gjörsamlega fáránlegan“ og að Caldas hefði „hlegið að keppendum sínum“.
Þau sendu jafnframt bréf til stjórnenda US Masters Swimming þar sem þau sögðu sambandið brjóta gegn eigin reglum um sanngirni í keppni.
Langur ferill í íþróttum
Caldas hefur áður keppt í karlaflokki í háskólasundi og á fjölda bandarískra meta í öldungaflokkum.
Caldas var aðeins 0,3 sekúndum frá því að komast inn á Ólympíuleikana í London árið 2012 og hefur einnig keppt í CrossFit og lyftingum fyrir liðið Baltimore Anthem.
Andstæðingar Caldas, þar á meðal íþróttakonan Riley Gaines, sögðu að málið væri „eins og raunverulegur South Park þáttur“ og að það sýndi hversu ruglað ástandið væri orðið í íþróttaheiminum þegar kæmi að kynjaskiptingu í keppnum.